fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Veitingastofan Sólvík fullkomnar góða stund á Hofsósi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. júní 2018 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem eiga leið um Skagafjörð í sumar ættu endilega að koma við á Hofsósi, fallegu litlu þorpi, þaðan sem stórkostlegt útsýni er yfir fjörðinn, Drangey og Þórðarhöfða. Fyrir utan að njóta náttúrufegurðarinnar er gaman að skoða hið einstaka og stórfróðlega Vesturfarasetur og það er líka tilvalið að bregða sér í margrómaða sundlaugina á staðnum.

Það er ekki síður gaman að snæða á Hofsósi, nánar tiltekið á veitingastaðnum Sólvík. Staðurinn hefur verið í rekstri í aldarfjórðung, meira og minna í höndum Dagmarar Ásdísar. Árið 2016 eignaðist Dagmar Ásdís (Dídí) ásamt sambýlismanni sínum, Ragnari Þór Jónssyni, Sólvík. Síðan þá hefur Ragnar tekið húsið í gegn að utan og er sannkölluð prýði af því eins og myndin ber með sér.

„Þetta er myndarhús og það mátti vel við andlitslyftingu,“ segir Dagmar. Fyrir utan huggulegan veitingasal inni í húsinu býður Sólvík líka upp á veitingasvæði utandyra sem er vel þegið á góðviðrisdögum og er þá oft þétt setinn bekkurinn.

Meirihluti gesta í Sólvík er erlendir ferðamenn en Íslendingum fjölgar er líður á sumarið. „Þetta eru hvort tveggja ferðamenn sem gista í plássinu, ýmist á gistiheimilum eða á tjaldsvæðinu, og aðrir sem eiga leið um. Margir sem hingað koma eru á leiðinni til Siglufjarðar og má því með sanni segja að við höfum notið góðs af allri uppbyggingunni þar,“ segir Dídí.

Á hverjum einasta morgni bakar Dídí fullan disk af pönnukökum sem fylla húsið af unaðslegri angan. Þó að pönnukökurnar standi vissulega fyrir sínu þá eru vinsælustu réttirnir á matseðlinum í Sólvík skagfirskt fjallalamb og spriklandi ferskur þorskur. Óhætt er að segja að úrvalið sé fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Sumaropnun hefur nú tekið gildi í Sólvík og er opið frá 10 á morgnana til 22 á kvöldin. „Við erum ekki hörð á lokunartímanum og höfum bara opið lengur ef gestir eru á staðnum sem sýna ekki á sér fararsnið,“ segir Dídí.

Nánari upplýsingar á Facebook-síðunni Veitingastofan Sólvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum