fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Þolir ekki feðraveldisfemínismann

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 21. ágúst 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt hefur verið sagt um Þorkel Mána Pétursson og mörgu hægt að bæta við. Í nærri því áratug hefur vélbyssukjaftur Mána ómað í útvarpstækjum landsmanna í gegnum þáttinn Harmageddon á X-inu 977 sem hann stýrir ásamt Frosta Logasyni. Þeim Harmageddonbræðrum er fátt heilagt og ekkert óviðkomandi. Ásamt því að vera í útvarpi nánast á hverjum degi þá starfar Máni einnig sem umboðsmaður og hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari. Ari Brynjólfsson hitti Mána og fór yfir stöðuna á honum og samfélaginu öllu.

Þolir ekki feðraveldisfemínismann

Máni á rætur að rekja í Framsóknarflokkinn þrátt fyrir að sumir fjölskyldumeðlimir neiti að kannast við slíkt í dag: „Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar verið hertekinn af mjög skrítnu fólki. Við verðum samt að horfast í augu við það að við sem samfélag berum ábyrgð á því að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa skipt með sér auðæfum landsins. Aðalvandamálið við íslenskt samfélag er að það er búið að mynda svo fáar vinstristjórnir, það þurfti alltaf að fá inn Framsóknarflokkinn. Mér er annars ekkert illa við framsóknarmenn.“

Máni er heldur ekki að farast úr hrifningu á stjórnarandstöðuflokkunum: „Katrín Jakobsdóttir er félagi minn, ég er stuðningsmaður hennar þrátt fyrir að ég sé ekkert endilega hrifinn af öllu hjá Vinstri grænum. Það sem VG og Samfó gerðu í þeirra ríkisstjórn var margt gott og margt ömurlegt, en menn þurfa að gera sér grein fyrir því í hvaða aðstöðu menn voru að stjórna. Ég þoli ekki feðraveldisfemínismann sem er oft ráðandi í Vinstri grænum. Þetta mál með kynjakvóta lætur þá hljóma eins og kjósendur þeirra séu heimskir.“

Aðspurður hvort þeir Harmageddonbræður taki létt á Pírötum segir Máni: „Það eru klárlega allir að taka létt á Pírötum, það er bara rosalega erfitt að finna höggstað á þeim því þeir eru samkvæmir sjálfum sér. Þegar við erum að tala við sjálfstæðiskonurnar Ragnheiði Ríkharðs eða Þorgerði Katrínu þá er mjög erfitt að finna á þeim höggstað því þær segja bara satt og rétt frá hlutunum. Það eru tvær týpur sem koma vel út úr viðtölum, það er fólkið sem segir alltaf satt og fólkið sem svífst einskis,“ segir Máni og hlær.

Máni gengst við því að vera femínisti og fer fögrum orðum um konur á Alþingi sem hann segir fylla að minnsta kosti 9 af 10 sætum yfir bestu þingmennina. Engar konur starfa hins vegar á X-inu 977, Máni segir ástæðuna einfalda. Peningaleysi. „Ég man þegar við vorum að byrja þá settum við það sem markmið að tala alltaf við að minnsta kosti eina konu á dag. Í dag er veruleikinn að breytast til hins betra, það er alveg þekkt dæmi úr fjölmiðlum að það er erfiðara að fá konur í viðtal en þetta er allt að þokast í rétta átt. Það er ekki síst út af þessari kynslóð af konum sem þora að stíga fram og tala. Okkar markhópur er karlar þó að það sé eitthvað að breytast, við erum fjórir sem vinnum á stöðinni. Við höfum allir unnið í útvarpi í mörg ár, ef ég fæ pening til að ráða inn fimmtu manneskjuna þá yrði það kona, ef hún myndi þola þessi lágu laun. En það kemur ekki til greina að reka einn til að fá inn konu, jafnrétti verður ekki náð með ofbeldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“