fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Íslensk kona giftist tómatsósuerfingja: Jodie Foster og Julia Roberts meðal gesta

María Marteinsdóttir og André Heinz gengu í hjónaband í Svíþjóð um helgina

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin íslenska María Marteinsdóttir gekk um helgina í hjónaband með André Heinz erfingja Heinz-veldisins. Andre þessi er stjúpsonur Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og var hann að sjálfsögðu mættur í brúðkaupið sem fram fór í Stokkhólmi í Svíþjóð á laugardag.

André er 46 ára en María er 35 ára en samkvæmt frétt Vísis í fyrra kynntust þau André og María í Svíþjóð fyrir tæpum fjórum árum.

Á vef Aftonbladed má sjá myndir úr brúðkaupinu og er óhætt að segja að margt hafi verið um manninn. Athöfnin fór fram í Sörmland sem er fallegur staður suður af Stokkhólmi. Hollywood-leikkonan Jodie Foster sést á einni af myndunum auk Johns Kerry. Þá er Julia Roberts einnig sögð hafa verið á meðal gesta.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að öryggisgæsla hafi verið mikil á meðan á brúðkaupinu stóð. Þannig hafi John Kerry verið umkringdur lífvörðum og þá sinntu sænsk löggæsluyfirvöld einnig öryggisgæslu.

María er eðlisfræðingur að mennt og starfar hún á Karólínska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. André er sonur Terese Heinz Kerry en hún og John Kerry hafa verið gift frá árinu 1995.

Sést hér lengst til vinstri á myndinni.
André Heinz Sést hér lengst til vinstri á myndinni.

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel