fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Atli Már lagði Guðmund Spartakus: „Sannleikurinn og réttlætið sigraði í dag“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. maí 2018 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Már Gylfason blaðamaður hafði betur í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakus Ómarssonar. Guðmundur Spartakus fór fram á 10 milljónir í skaðabætur vegna umfjöllunar Atla þar sem hann tengdi Guðmund Spartakus við hvarf Friðriks Kristjánssonar í Suður-Ameríku árið 2013. Guðmundur Spartakus var dæmdur til að greiða Atla Má 600.000 krónur í málskostnað.

Í samtali við DV segist Atli Már mjög sáttur með að hafa sigrað málið. „Þetta er að sjálfsögðu mikill léttir en ég fór inn í dómsalinn í dag bæði jákvæður og bjartsýnn enda með öflugan lögmann sem hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varið okkur fjölmiðlamenn gegn svona árásum á tjáningarfrelsið. Við skulum samt ekki gleyma tveim hlutum. Friðrik er ennþá týndur og þótt ég hafi unnið orrustuna þá vann Guðmundur Spartakus stríðið þegar hann fékk greiddar 2.5 milljónir frá RÚV. Sú upphæð hefur hann nú getað notað í áframhaldandi málarekstur gegn okkur hinum, litlu miðlunum. En ég er sáttur og ég veit að fyrrum vinnuveitandi minn, Stundin, er líka sátt. Sannleikurinn og réttlætið sigraði í dag!,“ segir Atli Már.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur til OK

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“