fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Reyndu að smygla tæpum 100 kílóum af kókaíni með skemmtiferðaskipi

Melina og Isabelle birtu athyglisverðar myndir úr ferðinni á Instagram

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 11:06

Melina og Isabelle birtu athyglisverðar myndir úr ferðinni á Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær kanadískar konur, 22 og 28 ára, hafa verið handteknar eftir að 95 kíló af kókaíni fundust í fórum þeirra. Konurnar, Melina Roberge og Isabelle Lagacé, voru handteknar í Sydney í Ástralíu en þangað höfðu þær komið með skemmtiferðaskipinu Sea Princess.

Málið hefur vakið talsverða athygli enda voru þær Melina og Isabelle afar virkar á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær birtu myndir úr ferðalaginu. Þær lögðu af stað frá Bretlandi í júnímánuði, sigldu með skipinu til Kanada, Bandaríkjanna, Kólumbíu og Perú meðal annars áður en þær enduðu í Ástralíu þar sem fíkniefnin fundust.

Konurnar voru handteknar ásamt 63 ára karlmanni, Andre Tamine, sem grunaður er um aðild að smyglinu. Ljóst er að þremenningarnir eiga þungan fangelsisdóm yfir höfði sér.

Í umfjöllun Mail Online eru birtar myndir úr ferðalagi stúlknanna. Þar má sjá meðal annars sjá þær drekka úr kókoshnetum og stilla sér upp á glæsilegum ströndum á baðfötunum. Þremenningarnir voru handteknir á sunnudag, en um er að ræða eitt stærsta smygl sinnar tegundar í sögu Ástralíu.

Melina, Isabelle og Andre hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 26. október. Refsiramminn fyrir brot af þessu tagi í Ástralíu er lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?