fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Höfundar Sesame Street leggja fram kæru: Groddaraleg brúðumynd gefur villandi skilaboð

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 28. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðendur Sesame Workshop, sem standa á bakvið stórvinsæla barnaþáttinn Sesame Street, hafa lagt fram kæru á hendur STX Entertainment kvikmyndafyrirtækisins vegna groddaralegrar brúðumyndar með gamanleikkonunni Melissu McCarthy í aðalhlutverki.

Samkvæmt heimildum E! News vilja ákærendur meina að brúðumyndin The Happytime Murders komi með ósmekklega tengingu við barnaþáttinn enda blótsyrði, eiturlyfjanotkun, vændi, ofbeldi og kynlíf til umfjöllunnar í kvikmyndinni.

Aðstandendur Sesame Workshop telja stiklu og umfjöllunarefni myndarinnar vera fyrir neðan allar hellur og fara fram á að kynningarherferðinni verði breytt.

Umrædd stikla var nýlega gefin út og má sjá hana að neðan.

Ákærendur eru áberandi ósáttir með slagorð stiklunnar „No Sesame, All Street“. Þeir taka fram að verjendur eigi ekki rétt á vörumerkinu Sesame Street og megi ekkert nota í tengslum við það. „Þeir (hjá STX) gefa út stiklu sem vísvitandi villar fyrir áhorfendum að Sesame sé tengt framleiðslu myndarinnar, styðji hana eða standi jafnvel að gerð hennar og eyðileggur þar af leiðandi fyrir vörumerkinu,“ segir í ákæru.

The Happytime Murders fjallar um brúðuspæjara sem herjar á fræga brúðuleikara úr gömlum sjónvarpsþáttum. Spæjarinn hefur áhyggjur af því að röðin komi að fyrrverandi kærustu hans og leggur hann allt að veði til að leysa ráðgátuna um morðin.

Forstöðumaður STX Films, Adam Fogelson, hefur varið kvikmyndina og sagt: „Þið vitið innst inni í hjörtum ykkar, að þegar Kermit froskur og Svínka fara heim saman á kvöldin og það eru hvorki myndavélar í gangi né börn nálægt, þá gerist eitthvað subbulegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins