fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Unnur Steinsson: „Ég held það sé ekki til neitt sem heitir að skilja alveg í góðu“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 10. júlí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Steinsson býr í Stykkishólmi ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni eiginmanni sínum og Sóleyju, átta ára dóttur þeirra. Unnur prýðir forsíðu MAN sem kemur út á morgun. Þar tjáir hún sig um straumhvörf í lífi sínu, móðurmissi, skilnað og hvernig sé að byggja upp samband eftir fertugt.

Unnur er landsþekkt en hún var kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1983 og var á meðal fimm efstu í Miss world. Þá hefur unnið við dagskrárgerð og vann náið með Hemma Gunn.

„Ég er alveg óskaplega ánægð,“ sagði Unnur Steinsson, þegar DV ræddi við hana á þeim tíma sem hún var krýnd fegurðardrottning Íslands. Aðspurð hvernig henni hefði liðið þegar úrslitastundin nálgaðist svaraði Unnur:

„Ég var auðvitað orðin mjög spennt og hafði meira að segja enga lyst á þessum girnilega mat sem var á borðum. Satt að segja borðaði ég bara salatið.“

„Borðaði bara salatið“ sagði Unnur Steinsson við DV árið 1983
„Borðaði bara salatið“ sagði Unnur Steinsson við DV árið 1983
Unnur Birna átti seinna eftir að feta í fótspor móður sinnar
Unnur Birna átti seinna eftir að feta í fótspor móður sinnar

Þekkt er að þegar Unnur Steinsson varð á meðal fimm efstu í Miss world var hún komin þrjá mánuði á leið með Unni Birnu sem seinna átti eftir að feta í fótspor móður sinnar og taka þátt í fegurðarsamkeppnum.

Í viðtalinu við MAN kemur Unnur Steinsson víða við.

„Ég og fyrrum eiginmaður minn kynntumst ung að árum eða um tvítugt og ég held að sambönd þróist öðruvísi þegar þau hefjast seinna. Ég var búin að eiga þrjú börn fyrir þrítugt og hélt ég væri þá bara hætt. Þegar ég kynntist seinni manninum mínum var ég búin að þessu öllu, þá var ég farin að hugsa um sjálfa mig og ég held að ég og minn fyrrverandi höfum aldrei náð því.“

Þá segir hún á öðrum stað:

„Ég held það sé ekki til neitt sem heitir að skilja alveg í góðu. Það er líka erfitt að skilja við fjölskyldu hins aðilans, ekki síst þar sem við byrjuðum saman svo ung.“

Þá segir Unnur frá því þegar hún varð óvænt barnshafandi 44 ára:

„Ég var skyndi­lega 45 ára með eins árs gam­alt barn og vin­irn­ir voru að skreppa hingað og þangað og nutu frels­is­ins. Ég viður­kenni að ég átti svo­lítið erfitt með þessi um­skipti. Allt í einu var ég föst heima eft­ir vinnu, og þótt maður aðlag­ist öllu er maður vissu­lega bet­ur til þess fall­inn að standa í þessu þegar maður er yngri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 4 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“