fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Ungri konu byrluð ólyfjan: Féll í gólfið eftir hálft hvítvínsglas – Hvött til að fara heim í leigubíl

Lögregla hefði átt að senda konuna á bráðamóttökuna

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2016 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Konan var á ferð með vinum sínum og hafði drukkið hóflega þegar farið var á umræddan stað. Eftir að hafa drukkið hálft hvítvínsglas þar inni féll konan í gólfið og man lítið sem ekkert þar til hún vaknaði heima hjá sér daginn eftir.

Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Lögregla var kölluð á staðinn ásamt sjúkrabíl og kom ítrekað fram í máli konunnar og vinkonu hennar að henni hafi verið byrluð ólyfjan. Þrátt fyrir það var hún hvött til að fara heim í leigubíl. Kristján Ingi Kristjánsson hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að það hefði átt að senda konuna á bráðamóttöku til blóð- og þvagsýnatöku.

Ef stúlkan hefði verið send á bráðamóttökuna hefði málið ratað inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar. Kristján segist hvetja fólk, sem telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan, að fara á bráðamóttöku.

Eftir að konan féll í gólfið fór hún inn á salerni staðarins þar sem hún kastaði upp í um tuttugu mínútur. Konan var orðin köld og skalf mikið þegar þarna var komið við sögu. Hún átti mjög erfitt með að tjá sig þó augu hennar hafi verið opin. Konan kveðst í viðtalinu í Morgunblaðinu vilja hvetja fólk til að leita á bráðamóttöku, vakni grunur um að efnum hafi verið laumað í drykki. Þá hvetur hún fólk til að vera á varðbergi og hafa augun á glösum sem drukkið er úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað