fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Lars faðmaði Ernu með tár á hvarmi eftir umdeildan flutning: Páll Baldvin kallar söngkonuna kjána

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2016 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flutningur Ernu Hrannar á hinum „nýja þjóðsöng“ Ég er kominn heim virðist nokkuð umdeildur samkvæmt fréttum á Vísi. Þar er sagt að sumir vilja meina að Erna hafi yfirkeyrt lagið og nánast drepið fjöldasönginn. Fátt hafi skyggt á gleðina á Arnarhóli nema „ … ef vera kynni það að púað var á forsætisráðherrann og svo þótti söngkonan Erna Hrönn, sem leiddi fjöldasönginn „Ég er kominn heim“, lifa sig um of inní sönginn.“

Þar er einnig haft eftir Páli Baldvini gagnrýnanda að Erna sé kjáni.

„Það er vegna þess að hún er kjáni og veit hvorki hvar hún er stödd né í hvaða tilgangi. Nú skildi maður halda að piltar eins og þeir sem þarna voru í forsvari þekki til hópsöngs á þjóðhátíð, Svali og Hreimur, en það hefur ekki dugað. Framkoma stúlkunnar var með ágætum en hún hvorki leiddi né stjórnaði fjöldasöng, heldur yfirkeyrði hún og steindrap hann.“

Erna Hrönn svarar gagnrýninni og segir:

„Mér þykir afar leitt ef einhverjum fannst ég ganga of langt í túlkun minni á „Ég er kominn heim“ en ég var ráðin til þess að syngja lagið og söng það eins og ég hef gert í svo ótalmörg skipti við allskonar tilefni.“

En líkt og Páll Baldvin bendir á, þá var Hreimur á staðnum. Hann tjáir sig um sönginn og segir á Facebook:

„Ég var að spila á heimkomuhátíð íslenska landsliðsins í gær ásamt Friðrik Dór & Ernu Hrönn. Um leið og landsliðið kom upp á svið leit Lars Lagerback á Ernu og spurði hvort að þetta hefði ekki örugglega verið hún sem að söng lagið góða „Ég er kominn heim“.

Hreimur segir að hún hafi játað því og þá hafi hinn sænski tekið utanum hana og þakkað henni fyrir flutninginn með tár á hvarmi og hafi brosað sínu breiðasta.

„Hann var gjörsamlega heillaður. Ég myndi segja að þetta hafi bara verið fullkomin stund, við höfum svo oft sungið þetta saman og í sitthvoru lagi að við hljótum að geta brosað eins og Lars.“

Hér má sjá flutning Ernu sem hefst á 59 mínútu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=t7bEJtjE-Jo&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“