fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Lúmskustu áhrifin að byrgja inni

Halldór Auðar Svansson

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. júlí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lúmskustu áhrifin felast kannski í því að þolendur sem byrgja sitt inni verða gjarnan andlega hornreka; mikilvægur hluti af þeim og þeirra reynsluheimi er eitthvað sem aldrei er fært í orð.“

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi steig fram fyrir ári og greindi frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir. Þegar hann var fjögurra eða fimm ára var hann króaður af ásamt bróður sínum af eldri strákum. Neyddu þeir Halldór til að afklæðast inni á afgirtu leikskólasvæði. Halldór var hræddur og niðurlægður. Í samtali við Pressuna sagði hann að tilfinningarnar eftir ofbeldið hefðu setið fastar í honum. Heimurinn var ekki lengur öruggur. Í þögninni hefðu tilfinningarnar kraumað í algjörri einangrun fram á fullorðinsár. Einnig hefði haft mikil áhrif að vera sviptur sakleysinu á þennan hátt. Afleiðingarnar voru þunglyndi og félagslegir erfiðleikar og brengluð tilfinning fyrir því hvar mörkin liggja í samskiptum við annað fólk.

Halldór vakti einnig athygli á því hvernig forsendur geranda í kynferðisbrotamálum virðast stundum stjórna því hvort brot teljist kynferðisbrot eða ekki. Einnig hafi sést furðulegar lagatúlkanir sem felast í því að kynferðisbrot telst bara vera það ef það felur í sér kynferðislega örvun fyrir gerandann. Hefur þetta verið gagnrýnt meðal annars af manneskjunni sem skrifaði núverandi kynferðisbrotalöggjöf eða breytingar á henni.

Halldór er á góðum stað og kveðst ekki hafa efni á að vera bitur. Hann er í góðri stöðu og vill nota hana til góðs.

Aðspurður hvað komi upp í hugann þegar Druslugangan er nefnd segir Halldór:
„Þöggun um kynferðisofbeldi hefur ýmis skaðleg áhrif á þolendur og samfélagið allt en lúmskustu áhrifin felast kannski í því að þolendur sem byrgja sitt inni verða gjarnan andlega hornreka; mikilvægur hluti af þeim og þeirra reynsluheimi er eitthvað sem aldrei er fært í orð. Sjálfsmynd okkar verður til út frá því að við speglum okkur í öðrum en þegar við gerum það ekki þá mótast hún aldrei almennilega. Við stöðnum í þroska og náum ekki að vaxa.

Þolendur sem byrgja sitt inni verða gjarnan andlega hornreka.

Þetta eitt og sér eru stundum verstu afleiðingar ofbeldisins, ekki síst ef það á sér stað í æsku. Þess vegna er mjög mikilvægt, eins erfitt og það getur nú verið, að gera þann reynsluheim að vera þolandi að normi í samfélaginu sem hægt er að spegla sig í. Ofan á það bætist auðvitað að það að varpa ljósi á ofbeldið og kalla gerendur til ábyrgðar er langbesta leiðin til að sporna við því að ofbeldið gerist á annað borð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Í gær

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug