fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Jökull afþakkar afmælisgjafir og gefur björgunarsveitinni milljón

Biður vini að leggja inn á björgunarsveitina

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þótt ég hafi efast stórlega um það á yngri árum, þegar ég hékk flestum stundum utan í ís og kletta veggjum með lífið í lúkunum að ég næði þeim áfanga að verða fertugur, að þá virðist það vera að hafast ótrúlegt en satt,“ segir Jökull Bergmann einn reyndasti fjallaleiðsögumaður landsins og eigandi Arctic Heli Skiing. Hann fagnar bráðlega fertugsafmæli en vill engar gjafir heldur styrkja björgunarsveitina sem hefur komið honum og fleirum til bjargar. Nú vill hann þakka fyrir sig með þessum rausnarlega hætti. Sjálfur gefur hann milljón og vonast til að þær verði tvær með aðstoð vina og almennings.

Fjallið haft betur

„Á þessum næstum því fjörutíu árum hef ég marga hildi háð á fjöllum og í nokkur skipti var það klárlega fjallið sem hafði betur. Í þeim tilfellum, þar sem líf mitt hékk á bláþræði og öll von virtist úti að þá voru það okkar stórkostlegu björgunarsveitir sem mættu á svæðið og björguðu deginum,“ segir Jökull og bætir við að hann hafi verið lánsamur að hefja fjallamennsku feril hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Segir hann marga góða menn hafa miðlað til hans mikilvægri þekkingu sem hann hafi byggt á. Þá hafi félagsskapurinn verið dýrmætur.

„Enn áður en þið missið athyglina að þá vind ég mér að efni þessarar færslu. Til að fagna þessum ófyrirséða áfanga langar mig til að styrkja Björgunarsveitina í Dalvík í minni heimabyggð um eina miljón króna í stað þess að halda einhverja veislu sem hvort eð er enginn hefði nennt að mæta í,“ segir Jökull á léttu nótunum. Bætir hann við að björgunarsveitin sé mikilvæg samfélaginu. Öll starfsemi sé unnin í sjálfboðavinnu og fjármögnun sé erfið.

„Í dag er þeirra áskorun að bregðast t.d við þeirri staðreynd að fjöldi fólks í hvalaskoðun á Eyjafirði hefur fimmfaldast á einu ári. Til að bregðast við þessari áskorun m.a að þá hefur sveitin fjárfest í nýjum og glæsilegum björgunarbát sem gerbyltir möguleikum til leitar og björgunar á sjó við utanverðan Eyjafjörð.“

Vill tvöfalda upphæðina

Jökull skorar á vini sína og aðra sem vilja gefa honum afmælisgjöf að hjálpa honum að tvöfalda milljónina sem hann ætlar að gefa sveitinni.

„Þarna vil ég koma mínu fólki til aðstoðar eins og þau hafa aðstoðað mig í hvert einasta skipti sem ég hef þurft á þeim að halda.“

Jökull segir að lokum:

„Ég hef stofnað reikning 0177-05-260024 Kt:110876-3199 sem hægt er að millifæra inná þangað til á afmælisdaginn sjálfan þann 11. ágúst en þá mun ég færa björgunarsveitinni afraksturinn. Koma svo gott fólk, deilið þessari afmælislangloku minni og takið þátt í því að gleðja mig á afmælinu í gjöf en ekki veislu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“