fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sandra er aðeins 29 ára en berst í annað sinn við krabbamein

„Ég ætla að ná bata og halda áfram að berjast“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Ellertsdóttir er aðeins 29 ára gömul en greindist nýlega með brjóstakrabbamein í annað sinn. Hún er ein þeirra kvenna sem bera stökkbreytt BRCA-1 gen, en það þýðir að líkurnar á því að greinast með brjóstakrabbamein eru 80%. Blaðakona DV ræddi við Söndru um lífið og tilveruna, og hvernig það er að greinast kornung með lífshættulegan sjúkdóm – í tvígang.

Sandra greindist fyrst árið 2013, þegar hún var 26 ára: Þá fékk hún að vita að hún bæri í sér stökkbreytt BRCA-1 gen og væri þar af leiðandi í áhættuhópi. „Þegar ég greindist fyrst var það auðvitað mikið sjokk og ég þurfti algjörlega að stokka upp öll mín plön. Öll plön eins og barneignir þurfa að bíða betri tíma. Samt upplifði ég alltaf að þetta væri bara verkefni sem þyrfti að klára. Þegar ég frétti svo af stökkbreytingunni þá kom nokkurs konar skilningur varðandi spurningar sem höfðu kviknað, eins og: Af hverju ég?“

Sandra ásamt móður sinni, Annabellu Jósefsdóttur Csillag, þann 8. maí síðastliðinn í Göngum saman-göngunni til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini.
Mæðgur í göngu Sandra ásamt móður sinni, Annabellu Jósefsdóttur Csillag, þann 8. maí síðastliðinn í Göngum saman-göngunni til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini.

Að sigra krabbameinið

En hvernig tilfinning skyldi það vera að greinast með krabbamein. „Ég viðurkenni alveg að það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fékk staðfest að þetta væri krabbamein, var hversu ósanngjarnt mér þótti þetta, og að ég væri ekki tilbúin til að deyja strax. En svo fljótlega sættist maður við greininguna og einbeitir sér að því að ná bata og byrjar að hugsa að maður ætli að sigra krabbameinið.“

Sandra ákvað að komast í fyrirbyggjandi aðgerð á hinu brjóstinu, en á meðan hún beið greindist hún með krabbamein í því brjósti. Þann 21. mars fór hún í skurðaðgerð þar sem brjóstið var fjarlægt og núna er hún hálfnuð í lyfjameðferð. Bataferlinu er þó engan veginn lokið. Alvarlegum veikindum fylgir að sjálfsögðu vinnumissir og kostnaður við læknisaðstoð hleypur á hundruðum þúsunda. Sandra hafði ekki náð að vinna sér inn fullan veikindarétt frá því að hún veiktist fyrst 2013, og áhyggjur af fjármálum liggja að vonum þungt á henni. „Síðustu þrjú ár hafa verið frekar erfið, með 4–5 aðgerðum, tveimur heimsóknum á bráðamóttöku, tveimur sýkingum, 12 lyfjameðferðum og geislameðferð.“

Draumur um börn

Sandra giftist í vor, en hún og Ólafur Jakob, maður hennar, eiga þann draum að eignast börn. „Barneignir eru eitt sem þarf að fresta vegna veikindanna og eitt af því sem mér fannst erfitt að sætta mig við þegar ég greindist aftur núna í vor.
Lyfjameðferðin getur valdið ófrjósemi og það er erfitt að hugsa ekki um það, sérstaklega þegar margir eru að eignast börn í kringum mig.“

Sandra og Ólafur Jakob giftu sig 12. mars síðastliðinn.
Nýgift! Sandra og Ólafur Jakob giftu sig 12. mars síðastliðinn.

Framtíðin er þó björt, og engan bilbug er að finna á Söndru þrátt fyrir mótbyrinn. „Ég ætla að ná bata og halda áfram að berjast. Ég á að klára lyfjameðferðina núna í lok ágúst. Svo stefni ég á að ná fyrri krafti og halda áfram að reyna að vera heilbrigð og við góða heilsu. Svo þarf ég að fara í uppbyggingu á hægra brjóstinu og eftir það er hægt að pæla í barneignum.“

Hugsar jákvætt

Sandra ráðleggur ungu fólki sem greinist með alvarlega sjúkdóma að halda áfram að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er. „Alls ekki loka sig af. Fara út í göngutúra og umgangast fólk. Það hljómar kannski afar klisjukennt, en samt er ótrúlegt hvað einn göngutúr getur gert fyrir andlegu hliðina. Mér hefur líka fundist fínt að vera ekkert of góð við sjálfa mig. Ég leyfi mér ekki að vera uppi í rúmi í heilan dag, fer frekar í sófann. Fer svo í stutta göngutúra og reyni að hafa eitthvað fyrir stafni. Mér finnst gott að hafa plön, þótt það sé plan um að gera ekki neitt. Ég vakna kannski klukkan níu, spila tölvuleik til tólf, borða hádegismat, fer út að ganga klukkan tvö og svo framvegis. Þannig líða dagarnir. Það skiptir gríðarlegu máli að hafa hausinn í lagi, hugsa jákvætt og taka einn dag í einu.“

Taka höndum saman

Vinir og ættingjar Söndru standa nú að söfnun fyrir hana og hafa stofnaði Facebook-síðu utan um það. Síðan heitir Söfnum fyrir Söndru. Á henni segir meðal annars: „Sandra er yndisleg manneskja, dugleg og hefur ávallt verið hraust. Hún hefur stundað íþróttir, fótbolta og hlaup. Hún gekk í hjónaband með sínum heittelskaða áður en hún hóf meðferð í vor en brúðkaupsferðir og barneignir verða að bíða þar til meðferð lýkur.

Léttum undir með Söndru og styrkjum hana. Margt smátt gerir eitt stórt og er Sandra slík persóna sem vert er að styrkja.“

Hægt er að leggja Söndru lið með því að leggja inn á reikning: 526-14-405045, kt.121286-2899.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun