fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

„Stjórnmálamenn eiga að vera umdeildir – Annars eru þeir ekki neitt“

Silja Dögg vildi ekki segja hvort hún styddi Sigmund Davíð áfram sem formann

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 30. júlí 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarmenn vilja halda flokksþing til að skera úr um hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði áfram formaður og leiði flokkinn í kosningarnar í haust. Þetta sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður flokksins í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun.

Hún sagði að Wintrismálið og Panamaskjölin hefðu skaðað formanninn en að Framsóknarmenn virði afrek Sigmundar Davíðs. Þar sem hann hefur ákveðið að gefa áframhaldandi kost á sér þurfi því að halda flokksþing: „Hann er formaður flokksins og svo þurfa bara flokksmenn að fá tækifæri til að segja sína skoðun. Stjórnmálamenn eiga að vera umdeildir. Annars eru þeir ekki neitt,“ sagði Silja Dögg.

Silja Dögg sagði Wintrismálið hafi verið mjög erfitt, en að sama skapi eru margir Framsóknarmenn mjög hrifnir af Sigmundi og líta á málið sem ein stór mistök: „Viðtalið í Kastljósi var hræðilegt og skaðaði Sigmund. En horfi menn á heildarmyndina og hvers konar leiðtogi Sigmundur hefur verið og hvaða málefni hann hefur leitt, hvað mynd blasir þá við?“ Hús segir árangurinn hafa verið mikinn, húsnæðislán hafi verið leiðrétt, afnám hafta gangi vel og að efnahagurinn sé mjög góður, ásamt fleiru.

Silja vildi ekki spá fyrir um hvort flokksmenn vildu hafa Sigmund áfram sem formann Framsóknarflokksins og vildi ekki gefa upp hvort hún hygðist styðja hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt