
Viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Morgunblaðinu í dag er ekki gott. Forsætisráðherrann slær úr og í þegar rætt er um flóttafólk frá Sýrlandi.
Á sama tíma les maður að forsætisráðherra Finnlands, Juha Sipilä, bjóðist til að leggja sumarhús sitt undir flóttamenn. Hann segist vona að það verði upphafið að vitundarvakningu meðal Finna.
Við höfum reyndar séð ákveðina vitundarvakningu á Íslandi, sjálfsprottna meðal þjóðarinnar, en Sigmundur Davíð virðist ekki taka þátt í henni. Þess má geta að Sigmundur á lögheimili sitt á jörðinni Hrafnabjörgum 3 í Jökulsárhlíð, en ekki er víst hvort það megi teljast sumarhús hans.