

Ég nefndi í síðasta pistli Aylan litla sem skolaði á land á strönd í Tyrklandi. Ljósmyndin af honum hefur komið hlutskipti flóttamanna inn á staði þar sem það náði ekki áður og með dálítið öðrum hætti – og líka þangað sem hefur ríkt andúð á flóttamönnum, og fullkomin óvilji til að taka við þeim.
Þannig er það til dæmis með breska popúlistablaðið The Sun – má segja að það hafi snúið við blaðinu, að minnsta kosti um sinn.

Hér má sjá muninn á því hvernig Daily Mail fjallar um flóttamenn nú og að jafnaði.

Nú hefur verið farið með lík Ayans til borgarinnar Kobani þar sem fjölskylda hans átti heima og þaðan sem hún flýði stríðsátök. Svona lítur Kobani út.
