fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ljósmyndir sem urðu tákn um hörmungar stríðs

Egill Helgason
Föstudaginn 4. september 2015 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndin af Alyan litla drukknuðum í fjöru við Eyjahaf er ótrúlega áhrifarík. Sjálfur játa ég að ég felldi tár yfir myndinni og líka túlkunum á henni sem birtust í gær. Sumt af því snertir mann djúpt. Myndin er orðin tákn fyrir hræðilegt hlutskipti flóttamanna, dauða og hörmungar og hún er farin að hafa áhrif – líka á æðstu stöðum. David Cameron – sem hefur verið kallaður flatasta og yfirborðslegasta persóna til að sitja á stóli forsætisráðherra í Bretlandi – neyðist til að láta undan og taka við flóttamönnum. Líklega þarf Stephen Harper í Kanada líka að gefa eftir.

 

syrian-migrant-boy-turkey

 

Það voru engir samskiptamiðlar í þá daga, en við getum rifjað upp ljósmyndir sem máski höfðu ekki ekki jafnmikil og skyndileg áhrif, en urðu á sinn hátt tákn fyrir atburðina sem þær lýsa, stríð og ofbeldi.

Stúlkan sem hleypur nakin á myndinni hér að neðan undan napalmsprengju heitir Phan Thị Kim Phúc. Myndin er tekin 1972 í þorpinu Trang Bang í Vietnam. Stúlkan lifði af, og mun búa í Bandaríkjunum. Myndin var tekin af ljósmyndaranum Nick Ut.

 

EYEWITNESS VIETNAM-275974

 

Það er ekki vitað hvað drengurinn á myndinni hér að neðan hét, þótt menn hafi mikið reynt að leita svara við því. Myndin er tekin í gettóinu í Varsjá vorið 1943, stuttu áður en gettóinu var gereytt. Myndin er tekin af liðsmanni nasistasveitanna sem sendu þetta fólk áleiðis til útrýmingar. Á myndinni eru hermenn gráir fyrir járnum, en svo aðallega konur og börn. Líklega er þetta frægasta myndin frá Helförinni.

 

BOY AT GUNPOINT sm

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum