fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Fylgishrun ríkisstjórna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. september 2015 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessari mynd má sjá þróun fylgis ríkisstjórna Samfylkingar og Vinstri grænna og svo Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eins og það birtist í skoðanakönnunum. Myndin kemur frá DataMarket, en Guðmundur Hörður birtir hana á Facebook og hefur strikað í til að leggja áherslu á fylgishrunið. Í báðum tilvikum er farið úr meira en 60 prósenta fylgi langleiðina niður í 30 prósent – stjórn Jóhönnu og Steingríms datt reyndar aðeins niður fyrir það um tíma.

10444777_10153542703498389_8766932234262575297_n

 

Hér er svo önnur mynd sem nær lengra aftur í tímann. Við sjáum að fylgi ríkisstjórna minnkaði, en aldrei svona skart. Þarna er fremst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem Davíð Oddsson veitti forystu. Hún fór ekki niður fyrir 50 prósent, síðan er það ríkisstjórnin sem Halldór Ásgrímsson leiddi með sömu flokkum og undir lokin Geir Haarde. Hún fór niður fyrir 50 prósent.

Varla hefur nein stjórn mælst vinsælli í upphafi en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar árið 2007. Við hana voru bundnar miklar vonir. Hún byrjaði í meira en 80 prósentum, eins og sjá má á myndinni, en fór langt niður fyrir 30 prósent í hruninu, svo langt að henni var ekki sætt lengur. Og svo eru það tvær síðustu ríkisstjórnir – eins og áður segir er liggur línan bratt  niðurávið, alveg frá því strax eftir kosningar.

Er ástæða til að ætla að þetta verði öðruvísi með næstu ríkisstjórn? Hvað þarf til að ríkisstjórnir tapi ekki fylgi með þessum hætti?

1908019_10153542767493389_3923402354247149589_n

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum