fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Greip fimm ára dreng og stökk með hann fyrir lest: „Kraftaverk að drengurinn sé aðeins með smáskrámur“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 13. apríl 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið handtekinn í borginni Wuppertal í vesturhluta Þýskalands eftir að hann greip fimm ára dreng og stökk með hann fyrir lest fimmtudaginn 12. apríl. Atvikið fór betur en leit út fyrir fyrstu en drengurinn slasaðist aðeins lítillega. Maðurinn sem olli atvikinu slasaðist ekki neitt.

Móðir barnsins stóð við lestarteinana með drenginn og tvö yngri systkini hans, eins árs og þriggja ára. Maðurinn gekk upp að þeim á þess að segja orð og tók drenginn. Móðirin hafði aldrei séð hann áður en lögreglan þekkir til hans og hann hefur áður brotið af sér og reynt sjálfsvíg. Hann er 23 ára gamall, indverskur að uppruna og búsettur í borginni Gelsenkirchen. Hann fluttist til Þýskalands fyrir tveimur árum síðan.

Maðurinn stökk síðan inn á lestarbrautina og hljóp í átt að lestinni sem var að koma að og stökk í áttina að henni. Sem betur fer sá lestarstjórinn hvað var að gerast í tæka tíð og nauðhemlaði. Engu að síður fór fyrsti vagninn yfir bæði manninn og drenginn.

Talsmaður lögreglunnar í Wuppertal segir:

„Það er kraftaverk að drengurinn sé aðeins með smáskrámur eftir þetta og maðurinn særðist ekkert. Hann er nú í yfirheyrslu á geðsjúkrahúsi og er grunaður um morðtilraun. Á þessu stigi er engin ástæða til þess að ætla að stjórnmálalegar eða trúarlegar ástæður liggi að baki.“

Drengurinn fékk læknisaðstoð og umönnun á spítala og prestur hefur aðstoðað fjölskylduna við að vinna úr atvikinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“