fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FókusKynning

Undri: Vistvæn hreinsiefni – vottuð með Svansmerkinu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undri ehf er umhverfisvænt íslenskt hreinsiefni sem hefur verið á markaðnum í 20 ár. Eigandaskipti urðu á fyrirtækinu í fyrra og hefur enn verið skerpt á umhverfisvænni stefnu fyrirtækisins. Undri er nú vottað með norræna umhverfismerkinu Svanurinn og er einnig vottað af flugvélaframleiðandanum Boeing.

Undri er 100% vistvænn og brotnar hratt niður í náttúrunni.  Hann skaðar ekki heilsu manna og engin efni eru í Undra sem tæra málma þar sem sem sýrustig er lágt. Flest efnin eru lyktarlaus en Flísahreinsirinn og Blettahreinsirinn eru með sítrónuilmi.

Tjöruhreinsirinn hefur ótvíræða kosti umfram önnur spillandi hreinsiefni, hann fer betur með lakkið. Það er sápa í efninu og myndar tjöruhreinsirinn húð á bílinn.

Glans bón og sápa eru hraðbón sem virkar og viðheldur bónhúð. Hér er um að ræða besta efnið til að fjarlægja flugur af bílum.

Blettahreinsirinn fjarlægir meðal annars harpix, rauðvín og kertavax. Þetta efni svínvirkar og er tilvalið fyrir fyrirtæki í óhreinum iðnaði til þrifa á vinnufötum.

Flísahreinsir er tilvalið efni til þrifa á flísum, baði, eldavélum, ísskáp, vaski, blöndunartækjum, klósetti og víðar.

Garðahreinsirinn er fjölnota efni í garðinn.

Penslasápan er flestum þekkt og einstakt efni til þrifa á penslum og fleiru. Hún er líka frábær til þrifa á bakaraofni og ofnaskúffum. Efnið liggur á og síðan er nuddað létt með stálull.

Iðnaðarsápan er lyktarlaus og hún er nauðsynleg í skúrinn, fyrirtæki og útgerðir.

Línusápa fjarlægir lútur af línunni og mýkir hana. Við notkun myndast brák í hafinu og er fullyrt að afli aukist við það. Tilvalið fyrir útgerðir með línubáta.

Kvoðusápa er tilvalin fyrir allan matvælaiðnað.

Ekki velja hvað sem er frá hverjum sem er! Veldu umhverfisvæn gæðaefni sem eru sérhönnuð fyrir mismunandi þrifaverkefni. Undri fæst í öllum helstum byggingavöruverslunum, bensínstöðvum og matvöruverslunum.

Ítarlegar leiðbeiningar um meðhöndlun efnanna koma fram á vöruumbúðum og á heimasíðunni undri.is

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum