fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Nýtt frá Real Techniques: PREP + COLOR LIP SET

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. mars 2017 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef núna verið að safna Real Techniques burstum síðan 2013 og ég er alltaf jafn spennt þegar ég sé að RT séu að koma með nýjungar. Real Techniques er sífellt að leitast við að komast til móts við þarfir aðdáenda sinna og eru því duglegir að koma með eitthvað nýtt á markaðinn!

Það nýjasta hjá þeim núna er Prep and prime settin þeirra, ég ætla byrja á að segja ykkur frá Prep + color lip settinu. Fyrir þá sem elska að setja á sig varalit, þá er komið burstasett sem á að gefa frá sér hinu fullkomnu varir.

Burstasettið er mjög frábrugðið öllum öðrum settum sem merkið hefur komið með en það er svart á litinn og á aðtákna “pro” eða sem sagt fyrir sérhæfða. Það er verið að ná sérstaklega til förðunarfræðinga en að sjálfsögðu geta allir nota þetta.

 

Hvað gera burstarnir ?

Lip smooting brush:

Þessi bursti er sérstaklega gerður til þess að undirbúa varirnar vel fyrir varalitinn. Hægt að nota hann í varasalva eða varaskrúbb. Hann skrúbbar í burtu allar dauðar húðfrumur og skilur eftir mjúkar varir.

Lip lining brush:

Þessi bursti er sérstaklega gerður til þess að móta varirnar. Hann er stífur en gefur samt smá eftir þannig það er ótrúlega gott að nota hann til þess að móta varirnar. Hann er líka sérstaklega góður ef maður ætlar að leika sér með varaliti og gera “ombre” varir.

Lip brush:

Þetta er varalitabursti  og einstaklega góður til þess að bera varalitinn á. Hann er flatur og mjór, þannig að hann mótar líka varirnar í leiðinni.

Lip fan brush:

Þetta er varalita “fan” bursti og er einstaklega góður til þess að setja highlight rétt fyrir ofan varirnar. Þetta skref er persónulega mjög mikilvægt hjá mér og geri ég þetta alltaf.

SÝNIKENNSLA

1.Undirbúa varirnar vel

Þegar kemur að því að setja á sig dökka varaliti þá er ótrúlega mikilvægt að undir búa varirnar vel. Núna er komin bursti frá RT sérstaklega ætlaður til þess. Hann er mjög stífur og skrúbbar varirnar vel. Það er gott að nota varasalva eða varaskrúbb með þessum bursta til þess að ná vörunum fallegum og mjúkum.

Mér finnst þessi bursti æði! Þetta er frábær viðbót og sérstaklega þæginlegt þegar maður er að farða aðra.

2. Móta varirnar

Næsta skref er að móta varirnar og þessi bursti er æði í það! Hárin í honum eru stíf en gefa þó smá eftir, mér finnst hann æði til þess að móta varirnar.

3. Fylla inn í varirnar

Næsti bursti er til þess að fylla inn í varirnar. Mér finnst hann líka móta varirnar um leið.

4. Fullkomna varirnar

Þetta skref er algjörlega persónubundið finnst mér en það er mjög flott að setja smá highlighter fremst á varirnar. Þá líta varirnar út fyrir að vera stærri og gerir heildar útkomuna flottari.

Síðan er hægt að nota þennann bursta í margt annað, til dæmis highlight-a nefið

 

Hér er síðan einfaldari sýnikennsla með nude vörum…

-Guðrún Helga Sørtveit

https://gudrunsortveit.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Grealish að semja við nýtt félag

Grealish að semja við nýtt félag
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Neyðarkall frá Búlandstindi

Neyðarkall frá Búlandstindi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.