fbpx
Laugardagur 27.september 2025

„Það skemmtilegasta sem ég geri er að skapa“ – Listakonan Margrét Ósk

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. október 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magga og miðbærinn: Í lok árs 2016 málaði Magga kort af miðbænum sem prýðir veggi Kvosin hótel sem er á Kirkjutorgi. „Snorri Valsson rekstrarstjóri sá verkið mitt á Frederiksen og hringdi í mig.“

Listakonan Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir, eða Magga eins og hún er oftast kölluð, er sjálfmenntuð í myndlistinni og hefur haft nóg að gera í fjölbreyttum verkefnum. Hún leggur stund á nám í grafískri hönnun og er búin með fyrsta árið. Magga skapar þó ekki bara listaverk í myndlistinni, því frumburðurinn er líka á leiðinni í heiminn, en Magga á von á sér 31. desember.

„Mamma segir að ég hafi byrjað að teikna um leið og ég gat haldið á blýanti,“ segir Magga sem segir innblásturinn koma alls staðar að. Hún teiknar mest með penna eða blýanti, en málar einnig akrýlmyndir og veggmyndir. „Flestar hugmyndirnar fæ ég á kvöldin og nóttunni.“

Þegar Magga var í tíunda bekk fór hún á Íslensku auglýsingastofuna í starfsnám og vissi þá að hana langaði að vinna við grafíska hönnun í framtíðinni. „Mér fannst praktískara að velja hana en myndlistina þó að mig langi einnig að vinna við það.“

Fyrsta veggmyndin: „Fyrir tveimur og hálfu ári síðan fékk Helgi Tómas Sigurðsson, vinur minn og eigandi Frederiksen Ale House í Austurstræti, mig til að hanna og mála lógó staðarins auk Íslandskorts og stórrar myndar sem eru á veggjum staðarins,“ segir Magga.

Listaverkin prýða hótel jafnt sem heimili

Magga hefur málað myndir á veggi hótela og veitingastaða bæði í Reykjavík og á Siglufirði. „Fyrir tveimur og hálfu ári síðan fékk Helgi Tómas Sigurðsson, vinur minn og eigandi Frederiksen Ale House í Austurstræti, mig til að hanna og mála „lógó“ staðarins auk Íslandskorts og stórrar myndar sem eru á veggjum staðarins,“ segir Magga. Verkið vakti athygli og fleiri boð um að mála komu koll af kolli. Magga málaði Íslandskort á veggi veitingastaðarins Scandinavian sem er á Laugavegi, íslensku landvættina í eigin útfærslu í „renaissance“-stíl, landakort og íslenskt landslag á Residence hótelinu á Siglufirði og síðast miðbæjarkort í Kvosin hótel í Kirkjustræti.

Systur og bestu vinkonur: Tvíburasystir Möggu, Alexia Erla Hildur, fór með henni á Siglufjörð. Systurnar eru bestu vinkonur og báðar einstaklega hæfileikaríkar, en Alexia vinnur hjá Sign og stefnir á nám í skartgripasmíði.

Tvímyndaserían

En Magga málar ekki bara beint á hótelveggi, myndir hennar prýða líka fjölmörg íslensk heimili og eins og sjá má á síðu hennar á Facebook, þá eru þær af ýmsum toga. Magga hefur gert tvær seríur: Stjörnumerkjaseríuna og Tvímyndaseríuna. Þá fyrri prýða eins og nafnið gefur til kynna, 12 myndir af stjörnumerkjunum og í þeirri seinni eru komnar sjö myndir.

„Innblásturinn að tvímynda seríunni er íslenskt landslag og lífríki,“ segir Magga, sem vinnur seríuna í Photoshop.

Tvímyndaserían: Sex myndir eru komnar í þessari seríu og fylgdi sú fyrsta þeirra, Lundinn, sem póstkort með fyrsta Hús og híbýli í ár.
Grafískur hönnuður frá Akureyri hafði samband við Möggu og bað um leyfi til að nota lunda myndina hennar í sérstakt verkefni í herbergi sonar síns. Útkoman er einstaklega flott.
Stjörnumerkjaserían: Magga útbjó eigin útgáfu af stjörnumerkjunum.
Teiknaði fyrir barnabók: Í sumar teiknaði Magga myndir fyrir barnabók, Sagan af því hvernig lundinn fékk róndótta nefið. Bókin kemur út á næsta ári.

Magga er með síðu á Facebook þar sem skoða má myndirnar hennar og panta.

Taktu þátt í leik hér, þar sem við í samstarfi við Möggu gefum tvær myndir úr Tvímyndaseríunni hennar.
Þeir sem taka þátt í leiknum geta einnig keypt myndir úr seríunni með 20% afslátt út nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“