fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433

Heimir Hallgríms: Verður áhugavert að sjá strákana spila án Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. mars 2018 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Mexíkó í vináttuleik á morgun en leikurinn hefst klukkan 2:00 að íslenskum tíma.

Leikurinn fer fram á Levi’s Stadium, heimavelli San Francisco 49ers en völlurinn tekur um 70 þúsund manns í sæti.

Uppselt er á leikinn en Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var mættur á blaðamannafund í dag þar sem hann ræddi leikinn mikilvæga gegn Mexíkó.

„Þetta er tilvalinn leikur til þess að sjá leikmenn sem hafa kannski ekki spilað mikið á móti sterku liði Mexíkó. Það er enginn að fara stimpla sig út í þessu verkfni,“ sagði Heimir.

Gylfi Þór Sigurðsson, mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins er meiddur þessa stundina og var Heimir Hallgríms spurður út í fjarveru hans á blaðamannafundinum.

„Hann ætti ekki að vera frá í langan tíma. Hann er mikilvægur fyrir liðið en þetta setur þó ekki allt úr skorðum hjá okkur. Við höfum þurft að bregðast við öðru eins áður. Það gæti orðið áhugavert að sjá strákana spila án hans,“ sagði Heimir.

Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik sínum á mótinu og er Heimir spenntur fyrir verkefninu.

„Við höfum reynslu af stórum leikjum á stórtmóti. Við mættum Ronaldo og Portúgal í fyrsta leik á EM. Messi og Argentína verða því engin ofraun fyrir okkur. Hópurinn hefur trú á eigin getu og verkefninu og við vitum hvað við þurfum að gera til þess að ná í úrslit,“ sagði Heimir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maresca stefnir á titilinn í vetur

Maresca stefnir á titilinn í vetur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Balotelli vill spila í þrjú ár í viðbót – Draumurinn er Real Madrid

Balotelli vill spila í þrjú ár í viðbót – Draumurinn er Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega
433Sport
Í gær

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea
433Sport
Í gær

Besta deildin: Tvenna frá Gylfa dugði ekki til í tapi – Valur með fimm stiga forskot

Besta deildin: Tvenna frá Gylfa dugði ekki til í tapi – Valur með fimm stiga forskot