fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Þór sér mikið eftir að hafa keppt í Biggest loser: Kominn aftur á byrjunarreit

Segir þáttinn eyðileggja heilsu þátttakenda

Kristín Clausen
Sunnudaginn 19. júní 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast eflaust við Þór Viðar Jónsson en hann tók þátt í fyrstu þáttaröðinni af íslenskri útgáfu raunveruleikaþáttarins Biggest Loser árið 2013. Þór missti tæplega 50 kíló meðan á keppninni stóð. Hann endaði í fimmta sæti í og í öðru sæti í heimakeppninni. Tæpum tveimur árum síðar var hann þó aftur kominn á byrjunarreit. Í dag sér Þór mikið eftir því að hafa tekið þátt í þættinum. Hann segir prógrammið heilsuspillandi og vill að hætt verði að framleiða þættina á Íslandi.

Vissu ekki betur

Þór ber þó engan kala til þeirra sem standa að íslensku þáttunum. Hann segir alla þá sem koma að gerð þeirra fagmenn fram í fingurgóma. Þór vill að það komi skýrt fram að íslensku þættirnir eru allt öðruvísi en bandaríska fyrirmyndin. Hann bendir á að þrátt fyrir að vel sé staðið að öllu gangi hugmyndafræðin einfaldlega ekki upp. Hann telur réttast að framleiðendur þáttanna á Íslandi hugsi sig tvisvar um áður en þeir hefjast handa við næstu þáttaröð.

Þetta er bara sýning. Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna hefði ég aldrei tekið þátt í Biggest Loser.

„Fókusinn er alltaf á að missa kíló. Þess vegna gengur allt út á brennslu. Þjálfararnir vildu ekki láta okkur lyfta of mikið því það byggir líkamann upp,“ segir Þór og bætir við:

„Ég var í liðinu hans Everts. Hann er mjög skynsamur í öllu og sagði okkur að það væri í raun eðlilegra að fólk missti eitt kíló á viku. En af því að þetta var keppni var litið niður á viðkomandi fyrir að hafa ekki staðið sig betur. Tölurnar yfir kíló sem fólk tapar í svona keppni eru rosalegar. Það þýðir að fólk er í vondri stöðu til lengri tíma.“

Þór segir að þættirnir ýti undir fitufordóma og gefi fólki ranghugmyndir um hvernig eigi að breyta um lífsstíl og létta sig: „Vandamálið er að þessir þættir eru ekki fyrir heilsuna en fólk hefur ekki hugmynd um það. Fólk sem situr heima í stofu hugsar hvað það er að gera rangt fyrst einstaklingnum sem birtist á sjónvarpsskjánum tókst að missa fimm kíló á einni viku. Þetta er bara sýning. Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna hefði ég aldrei tekið þátt í Biggest Loser.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér