fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Viljar Már missti puttann á Secret Solstice: „Hann rifnaði allt of mikið“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 20. júní 2016 20:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðan flæktist fingurinn í grindverkinu þegar ég hoppa af og puttinn varð eftir á grindverkinu,“ segir Viljar Már Hafþórsson. Hann missti baugfingur á hægri hendi þegar hann stytti sér leið inn á tjaldsvæði þar sem Secret Solstice fór fram í laugardal. Í samtali við Vísi segir Viljar Már að fingurinn hafi flækst í grindverkinu þegar hann var að hoppa niður og varð puttinn eftir. Hann fann strax til og leit á höndina og sá þá aðeins hálft bein og puttann á grindverkinu.

Við vörum viðkvæma við myndinni hér fyrir neðan

Viljar var fluttur á sjúkrahús og þar kom í ljós að ekki var hægt að græða puttann aftur á.

„Hann rifnaði allt of mikið, skinnið í tætlur og beinið brotnaði. Það var ekki hægt að festa hann aftur á,“ segir Viljar Már. Eftir að gert var að sárum hans hélt Viljar Már aftur á hina umdeildu tónlistarhátíð sem hefur verið gagnrýnt töluvert í dag á öllum stærstu miðlum landsins. Viljar Már segir í samtali við Vísi hann hafi svo farið á puttanum heim en hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Í gær

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Freyja flytur sig um set

Freyja flytur sig um set
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“