fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Högni brast í söng í Berlín: „Ef ykkur langar að hita upp fyrir landsleikinn þá er lag núna“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2016 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Högni Egilsson, betur þekktur sem Högni í Hjaltalín, er staddur í Berlín í Þýskalandi þessa stundina og í morgun brast þessi magnaði tónlistarmaður í söng þegar hann heimsótti sendiráð Íslands í borginni.

Högni er staddur í Berlín til þess að vera viðstaddur heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Innsæi, eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur, en hann á titillagið í myndinni

Meðfylgjandi myndband tók Helga Lárusdóttir, ritari sendiráðsins, af Högna þar sem hann söng þjóðsöng Íslands í Felleshus, en það er sameiginlegt húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín undir sa. Óhætt er að segja að Högni valdi því ágætlega að syngja þjóðsönginn eins og meðfylgjandi myndband ber með sér.

Helga birti myndbandið á Facebook-síðu sinni og gaf hún DV leyfi til að birta það. Í færslunni sem hún birtir með myndbandinu segir Helga: „Hann hreinlega brast í söng – ef ykkur langar að hita upp fyrir landsleikinn með Högna þá er lag núna. Mæli sérstaklega með ‘eilífu smáblómi’ (0,50) hinu síðara, það hljómar vel í Felleshus, og svo er það bananinn sem er óvænta proppsið,“ segir hún.

Að sögn Helgu þá er Högni á leið til Austurríkis og Ungverjalands þar sem hann mun koma fram með Gus Gus á tónleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Í gær

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“