fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Bretar ákváðu að fara úr ESB: David Cameron segir af sér sem forsætisráðherra

Stórtíðindi í Bretlandi eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Breta í ESB

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. júní 2016 07:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar hafa kosið að ganga úr Evrópusambandinu. Þetta er niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru þeirra í ESB. David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér í kjölfar niðurstöðunnar.

51,9 prósent kjósenda ákváðu að hagsmunum Breta væri betur borgið utan sambandsins en innan þess. David Cameron tilkynnti um ákvörðun sína nú í morgunsárið þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Cameron var harður talsmaður þess að Bretar yrðu áfram innan ESB.

Cameron ávarpaði blaðamenn í Downing-stræti í morgun og í því sagðist hann vera stoltur af verkum sínum sem forsætisráðherra. Sagði hann að breska þjóðin hefði með niðurstöðunni ákveðið að fylgja annarri leið en hann mælti með og þess vegna þyrfti þjóðin nýjan forsætisráðherra.

Niðurstöðurnar hafa þegar haft víðtæk áhrif á breskt hagkerfi og munu koma til með að hafa enn víðtækari áhrif næstu vikurnar. Þannig hefur breska pundið ekki verið veikara í 31 ár og markaðir um allan heim hafa titrað eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir. Breska FTSE-vísitalan tók skarpa dýfu þegar ljóst var hver niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar yrði.

Óhætt er að segja að niðurstöðurnar komi á óvart enda bentu skoðanakannanir til þess, síðustu dagana fyrir atkvæðagreiðsluna, að Bretar myndu kjósa að vera áfram innan sambandsins.

Nú munu Bretar hefja þá vinnu formlega að draga sig úr Evrópusambandinu og í frétt breska blaðsins Guardian kemur fram að sú vinna gæti tekið um tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað