fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Erla Björg varð öskuill: Feður í órétti – „Ojj. Nakinn karlmaður með nakið barn. En viðbjóðslegt!“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 31. maí 2016 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á ekki margar minningar um pabba minn sem lést langt fyrir aldur fram. Því dýrmætari eru augnablikin sem lifa í hugskotinu. Lykt, hlátur, háhestur. Ég breytist í stelpuskott. Ein sterkasta minningin er af okkur í sturtu,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir blaðamaður í grein í Fréttablaðinu í dag sem eflaust margir feður tengja við.

Þar fjallar hún um umdeilda ljósmynd sem gekk á Facebook þar sem mátti sjá föður halda á fárveikum syni sínum í sturtu. Sú mynd komst í fréttir fyrir að vera ítrekað eytt á samfélagsmiðlum. Móðir drengsins tók myndina og sagði að á þessum tímapunkti hefðu tilfinningarnar verið að bera þau ofurliði. „Það er svo mikill kærleikur í henni. Thomas var svo þolinmóður og ástríkur og það sést á myndinni,“ sagði móðirin. Hún birti myndina á Facebook og brá þegar hún sáviðbrögðin en henni fannst myndin endurspegla kærleikann á milli föður og sonar. Þess í stað einblíndi fólk á að feðgarnir væru naktir saman í sturtu eða myndin væri of persónuleg, henni ætti ekki að deila á Facebook. Móðirin hefur gert nokkrar tilraunir til að birta myndina, alltaf er hún fjarlægð, sjá frétt Pressunnar hér.

Sturtuferð Erlu

Erla Björg fjallar um myndina og hvernig feður geti lent nánast í vandræðum þegar þeir vilja umgangast börn sín á sama hátt á móðirin. Þeir óttist jafnvel að vera dæmdar af samfélaginu fyrir að koma börnum sínum til aðstoðar.

Erla lýsir sturtuferð með föður sínum. Segir að hann hafi líklega raulað lag með Dire Straits eða Bubba á meðan hann hafi þvegið henni um hárið.

„Ég fæ sápu í augað en harka af mér því ég vil ekki hreyfa við þessari stund. Ég er svo örugg. Með hendur pabba míns um hausinn og ljúfa röddina í eyrunum. Og eldrautt auga.“

Myndin á Facebook – Mikilvægt að treysta

Erla greinir frá því að í fyrstu hefði hún talið að fólk væri að deila myndinni af feðgunum á Facebook vegna fegurðar hennar. Svo uppgötvaði hún að myndin hefði verið bönnuð vegna þess að hún þótti ósæmileg. „Ojj. Nakinn karlmaður með nakið barn. En viðbjóðslegt!“
Erla kveðst hafa orðið reið. Þá fékk hún að heyra ýmsar sögur frá vinum sínum. Einn hafði frekar beðið móðurina að setja krem á dóttur sína eftir fall af hjóli þar sem það gæti hljómað að illa ef leikskólakennarinn heyrði dótturina segja að pabbinn hefði sett krem á píkuna. Annar hafi ekki mátt gista hjá sjö ára fótboltastelpum í skála.

Lifum lífinu

Erla bætir við að mikilvægt sé að treysta. Heimurinn sé fallegur þó hann geti verið hættulegur. Þá þurfi fólk að velja á milli þess að treysta eða vera ein, elska eða komast hjá ástarsorg. Hrædd eða lifa.

Erla endar pistil sinn á þessum orðum:

„Fyrir þrjátíu árum þvoði ungur maður stelpunni sinni um hausinn. Hún hlustaði á hann raula og starði á dinglandi typpið sem var einmitt í augnhæð. Það var falleg og mikilvæg stund. Og eðlileg.“

Hér má lesa pistilinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs