fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Jónína og Jens: Hann er bara barnið okkar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 1. maí 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónína Sveinbjarnardóttir og Jens Andri Fylkisson gerðust stuðningsfjölskylda Jósefs Natans Ólafssonar þegar hann var þriggja ára. Hann var aðeins tveggja mánaða þegar faðir hans lést af krabbameini og þegar óskað var eftir stuðningsfjölskyldu var móðir hans, mamma Jessica, að jafna sig eftir erfiða krabbameinsmeðferð. Hún greindist síðan aftur með krabbamein og dó núna skömmu fyrir jól. Jónína og Jens hafa nú tekið Jósef í varanlegt fóstur og hefur stórfjölskylda þeirra tengst honum sterkum böndum.

„Við höfum orðið vör við að fólk allt í kringum okkur er mjög forvitið af hverju við erum allt í einu komin með barn,“ segir Jónína Sveinbjarnardóttir. „Við höfum líka orðið vör við að ýmsar sögusagnir eru í gangi, og eftir smá umhugsun fannst okkur bara góð hugmynd að koma í viðtal. Þá er enginn lengur að búa til sögur um drenginn eða blóðforeldra hans.“

Þetta kemur fram í nýjasta hefti fríblaðsins Kópavogur sem Erla Hlynsdóttir ritstýrir.

Drengurinn sem um ræðir er hinn sjö ára gamli Jósef Natan Ólafsson, sem Jónína og unnusti hennar, Jens Andri Fylkisson, tóku nýverið í varanlegt fóstur. „Hann er bara barnið okkar. Við höfum lengi hugsað um hann á þann hátt.“

Jósef Natan með myndir sem hanga uppi í herberginu hans. Á annarri er hann lítill með mömmu sinni en hin myndin er sú eina sem er til af honum ásamt báðum blóðforeldrum sínum þar sem faðir hans er ekki í sjúkrarúmi.
Jósef Natan með myndir sem hanga uppi í herberginu hans. Á annarri er hann lítill með mömmu sinni en hin myndin er sú eina sem er til af honum ásamt báðum blóðforeldrum sínum þar sem faðir hans er ekki í sjúkrarúmi.

Jens og Jónína kynntust Jósef fyrst þegar hann var á fjórða ári. Jónína, sem nú starfar sem forstöðumaður dægradvalar í Smáraskóla, var þá að vinna hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Þangað kom beiðni um stuðningsfjölskyldu fyrir þriggja ára dreng, sem var aðeins ríflega tveggja mánaða gamall þegar pabbi hans dó úr krabbameini, og móðir hans var að jafna sig eftir erfiða krabbameinsmeðferð. Faðir drengsins var íslenskur en móðirin frá Filippseyjum og stuðningsnet hennar því takmarkað hér á landi. Auk þess kom fram í beiðninni að drengurinn væri á einhverfurófi. Jónína segir að þegar hún sá þessa beiðni hafi hún nánast strax hringt i Jens og spurt hvort þau ættu ekki að gerast stuðningsfjölskylda drengsins. Það varð svo niðurstaðan, og fyrst voru þau með Jósef Natan eina helgi í mánuði. Brátt kom í ljós að þörf hans fyrir stuðning var mun meiri og samband þeirra við Jósef og móður hans varð fljótt mun nánara en almennt gerist hjá stuðningsfjölskyldum.

Jónína Sveinbjarnardóttir og Jens Andri Fylkisson ásamt Fylki, sem er sonur Jens, og Jósef Natan, sem kallar þau núna mömmu, pabba og bróður. Myndir/Þormar Vignir Gunnarsson
Jónína Sveinbjarnardóttir og Jens Andri Fylkisson ásamt Fylki, sem er sonur Jens, og Jósef Natan, sem kallar þau núna mömmu, pabba og bróður. Myndir/Þormar Vignir Gunnarsson

Jónína og Jens taka á móti mér á heimili sínu í Kórahverfinu. Þangað fluttu þau til að stækka við sig eftir að ljóst var að Jósef yrði hjá þeim til frambúðar, en auk hans býr tæplega tvítugur sonur Jens hjá þeim. Þau kynna mig fyrir Jósef. Hann er smávaxinn, virðist við fyrstu sýn yngri en sjö ára, og töluvert ólíkur fósturforeldrum sínum sem bæði eru hávaxin og ljós yfirlitum. Jósef er reyndar löngu hættur að kalla þau mömmu Jónínu og pabba Jens. Núna eru þau bara mamma og pabbi. Hann er brosmildur og mjög upptekinn að byggja úr legó.

„Viltu segja konunni frá mömmu Jessicu?“ spyr Jónína, en konan er blaðamaðurinn ég. Án þess að hika segir Jósef: „Mamma Jessica er dáin. Hún var með krabbameinsfrumur. Ég bið alltaf guð um að lækna hana þegar ég fer að sofa.“ Jónína spyr hann hvort mömmu Jessicu líði samt ekki miklu betur núna á himnum, og hann játar því. Síðan segir hann mér frá því að pabbi Óli sé hjá henni á himninum, og líka amma Lára – móðir Jens, sem lést á liðnu sumri. „Jesús er líka hjá þeim. Hann var fyrsti maðurinn sem dó,“ bætir hann við til fróðleiks.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér á netinu.

Viðtalið birtist í nýjasta hefti fríblaðsins Kópavogur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því