fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Vilhjálmur vill vita nákvæmlega hverjir standa að leigufélögum

„Morgunljóst“ að leiguverð muni snarhækka

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 28. maí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir í Fésbókarfærslu það vera „morgunljóst“ að leiguverð muni hækka í kjölfar sölu á 450 íbúðum til leigufélags í rekstri GAMMA og vill fá að vita hverjir nákvæmlega það eru sem standa að þessum leigufélögum.

„Veit almenningur t.d. að þegar leigufélagið Heimavellir keypti eignir af Íbúðalánasjóði þá hækkaði leiguverð um 21% árið 2015 á meðan vísitala leiguverðs hækkaði um 7%? Það liggur fyrir að þessi mikla hækkun á leiguverði hjá leigufélaginu Heimavöllum varð m.a. vegna þess að verið var að endurnýja leigusamninga vegna íbúða sem félagið keypti af Íbúðalánasjóði!,“

segir Vilhjálmur. Hann segir þennan mikla vöxt leigufélaga leiða til snarhækkandi leiguverðs á Íslandi og það á kostnað þeirra tekjulægstu í samfélaginu:

„Þessu til viðbótar þá leiðir þessi hækkun á leiguverði til aukinnar verðbólgu enda er verðbólgan án húsnæðisliðar einungis 0,3%, en með húsnæðisliðnum er hún 1,7%.

Ég myndi vilja fá að vita nákvæmlega hverjir það eru sem standa að þessum leigufélögum og einnig nákvæmar upplýsingar um umfang og aðkomu lífeyrissjóðanna í þessu braski.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum