fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

„Þegar maður situr grátandi á klósettgólfinu út af engu, þá er maður komin á vondan stað“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 1. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Briem, ein okkar þekktasta leikkona, ræðir barneignir og fæðingarþunglyndi við nýjan vef, mamman.is. Aníta er búsett í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum Dean Paraskevopoulos og dóttur þeirra, Miu, sem er er tveggja ára. Aníta hefur verið að kynna bókina sína Mömmubitar og tjáði sig á dögunum við DV og greindi þar frá því að hún hefði glímt við fæðingarþunglyndi. Í viðtali við mamman.is fer Aníta nánar út í fæðingarþunglyndið.

Grét á baðherbergisgólfinu

Í samtali við DV fyrr í mánuðinum greindi Aníta frá því að hún hefði glímt við fæðingarþunglyndi.

„Það er sagt að frá þriðja til sjötta mánaðar meðgöngu séu frábærir af því þá finni maður ekki lengur til ógleði og líði vel. En ég upplifði það ekki, heldur var ég á þessu tímabili döpur og hafði áhyggjur af því hvernig myndi fara. Við það bættist samviskubit af því að mér skyldi líða svona og ekki vera í skýjunum yfir því kraftaverki sem mér var gefið og þá leið mér ennþá verr.“

Í samtali við Mamman.is segir Aníta að hún hafi áttað sig á 10 mánuði að ekki væri allt með felldu:

„Þegar maður situr grátandi á klósettgólfinu út af engu þá er maður komin á vondan stað. Þá áttaði ég mig og hringdi í lækninn minn, fór svo til hennar, settist niður og tárin bara flæddu. Ég hágrét, gat ekki einu sinni talað og hún sagði bara já já, ég sé hvað er í gangi hérna.“

Aðspurð hvort frekari barneignir séu á döfinni svarar Aníta:

„Að sjálfsögðu, ég myndi elska að eignast fleiri börn, en ég tel það mjög erfitt fyrir mig að eignast annað barn nema ég fái barnfóstru í fulla vinnu. Ég bara sé það ekki gerast núna því það er búið að vera svolítið erfitt að vera með eitt barn.“ Aníta bætir við: „Það er sérstaklega erfitt held ég fyrir móður að vera frá börnunum, allavega svona fyrstu tvö til þrjú árin. Held að þau þurfi meira á mömmu sinni að halda en pabba.“

Mynd: Mynd: Getty

Móðir þarf að fá tíma fyrir sig

Aníta vildi ekki taka lyf og byrjaði þess í stað að stunda jóga reglulega. Það ásamt annarri hreyfingu hafi hjálpað mikið.

„Ég held að það sé gott að hafa í huga hversu mikilvægt það er fyrir nýbakaða móður að fá smá tíma, hvort sem það eru tuttugu mínútur eða klukkutími á dag, til að vera ein. Hvort sem hún vill fara á kaffihús með vinkonum sínum, fara í bað, út að labba, fara í jóga eða hvað sem er sem veitir henni smá frið.“

Hér má lesa viðtalið við Anítu í heild sinni.

Uppfært 15:45

Aníta Briem leikkona tjáir sig undir fréttinni og vill meina að rangt sé farið með orð hennar í viðtali sem birtist á mamman.is og DV.is vitnar í. Þar var Aníta spurð:

En þú segir börn, eru frekari barneignir á döfinni?

„Að sjálfsögðu, ég myndi elska að eignast fleiri börn, en ég tel það mjög erfitt fyrir mig að eignast annað barn nema ég fái barnfóstru í fulla vinnu. Ég bara sé það ekki gerast núna því það er búið að vera svolítið erfitt að vera með eitt barn,. Það er sérstaklega erfitt held ég fyrir móður að vera frá börnunum, allavega svona fyrstu tvö til þrjú árin. Held að þau þurfi meira á mömmu sinni að halda en pabba. Það var svolítið sjokk fyrir mig, sérstaklega út af vinnunni, af því ég treysti svo mikið á hugann og á ímyndunaraflið og hjartað og líkamann, að vera allt í einu með hugann stanslaust hjá barninu. Það þurfti að gefa henni að borða og sjá um allar hennar þarfir og allt í einu hafði ég ekki tíma til að fara eitthvað til að fá innblástur. Þetta var rosalega krefjandi fyrir mig og það hafa komið ákveðnir tímapunktar þar sem ég hef virkilega fundið fyrir því að alveg helmingurinn af mér er hjá henni. Mér finnst ég rétt núna vera að endurheimta sjálfa mig. Vissulega er það dásamleg upplifun, það eru algjörir töfrar að fá að upplifa svona en mér fannst þetta líka bara mjög krefjandi sem kvenmaður.“

Aníta segir:

„ÉG HELD EKKI AÐ BÖRN ÞURFI MEIRA Á MÖMMUM AÐ HALDA EN PÖBBUM. Að sjálfsögðu ekki!

Ég talaði opinskátt um mitt fæðingarþunglyndi, eitthvað sem reyndist mér gríðarlega erfiður tími, og ég gerði það af því að ég fann alltaf mikla huggun í því að lesa eða heyra um aðrar konur sem voru að ganga í gegnum svipaða hluti. Þá var ég ekki svona ein…

Það sem ég var að tala um í viðtalinu, er hvernig dóttir mín (því ég get bara talað um mína reynslu) hefur alltaf gert meiri kröfur til mín en til pabba síns… Hún vill meiri tíma með mér, fleiri faðmlög, meira af mínu hjarta, tíma og athygli en hjá pabba sínum. Svoleiðis er bara dóttir mín. Hún kvartar meira við mig og hún grætur meira með mér. Og grátur hennar var og er mér mjög erfiður. Sérstaklega þegar fæðingarþunglyndið stóð sem hæst. Ég græt oft þegar hún grætur. Það er bara svoleiðis.

Svo það var það sem ég var að tala um þarna. Ekki að mömmur séu mikilvægari en pabbar. Það myndi ég aldrei láta út úr mér enda er það bara djöfulsins bull og vitleysa.

Ef barn á eitt gott foreldri, er það blessun fyrir það barn. Það skiptir ENGU MÁLI hvort um er að ræða mömmur eða pabba, hvort barn á eitt foreldri, tvær mömmur, tvo pabba… eins lengi og barn fær ást og umhyggju.

Það er engin fullkomin, sérstaklega í foreldrahlutverkinu. Sú auðmýkt lemur mig í hausinn daglega. Maður bara reynir sitt besta. Á hverjum degi. Sama hvort þú ert mamma, pabbi, fósturmamma, fósturpabbi eða hvaða samsetning af fjölskyldu virkar fyrir hvern og einn. Maður bara elskar og þakkar þessa ótrúlegu gjöf sem börnin eru á hverjum degi.“

Með ást og virðingu
Aníta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“