fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Prince sagður hafa verið vakandi í sex daga áður en hann lést

Mágur hans segir hann hafa unnið samfellt í 154 klukkutíma

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. apríl 2016 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Prince hafði ekki sofið í sex daga áður en hann fannst látinn á heimili sínu í Minnesota að morgni fimmtudags. Þetta segir mágur söngvarans sem var 57 ára þegar hann lést.

„Ég var með honum um síðustu helgi. Hann hafði unnið samfellt í 154 klukkutíma,“ sagði Maurice Phillips, sem er kvæntur Tyka Nelson, systur Prince, í samtali við bandaríska fjölmiðla. 154 klukkutímar eru rétt rúmir sex dagar.

Ekki er vitað hvað varð Prince að aldurtila en lík hans var brennt á föstudag. Mikið hefur verið skrifað og skrafað um hugsanlega dánarorsök og eru vinir söngvarans sagðir hafa haft áhyggjur af notkun tónlistarmannsins á lyfseðilsskyldum verkjalyfjum og mögulega hafi notkun hans á þessum lyfjum átt þátt í dauða hans.

Fregnir af meintu svefnleysi hans virðast þó ekki koma heim og saman við fregnir af notkun hans á verkjalyfjum á borð við Percocet sem hefur sljófgandi áhrif. Ekki er útilokað að Prince hafi notað önnur lyf og hefur verið fullyrt að talsvert magn lyfseðilsskyldra lyfja hafi fundist á heimili hans. Ekki er talið að Prince hafi tekið of stóran skammt viljandi eða svipt sig lífi.

„Sjúkrasaga hans er meðal þess sem lögregla er með til skoðunar,“ hefur breska blaðið Mirror eftir heimildarmanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn