fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Guðni um að jafna greiðslur – Lang mest af okkar tekjum koma karlamegin

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur endurskoðað fyrirkomulag á árangurstengdum greiðslum (stigabónus) til leikmanna A landsliðanna vegna leikja í undankeppnum stórmóta. Upphæðir sem greiddar eru til leikmanna fyrir áunnin stig í undankeppnum stórmóta verða þær sömu óháð því hvort lið sé um að ræða.

Hingað til hefur fyrirkomulagið milli A landsliða karla og kvenna verið gerólíkt en eftir breytinguna er fyrirkomulagið orðið eins hjá báðum A landsliðum. Um er að ræða umtalsverða hækkun á stigabónus til leikmanna A landsliðs kvenna. Því má svo bæta við að dagpeningagreiðslur KSÍ til leikmanna vegna þátttöku í verkefnum A landsliða karla og kvenna hafa verið jafn háar í báðum liðum um árabil.

,,Við töldum þetta rétt skref, við töldum þetta rétt skref fyrir íslenska knattspyrnu. Þetta er hvetjandi fyrir stelpurnar og væri jákvætt skref sem við vildum taka, það var einhugur um þetta,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ í samtali við 433.is.

Um er að ræða gríðarlega hækkun á árangurstengdum greiðslum sem stelpurnar fá.

,,Hækkunin er umtalsverð, hún er þónokkuð. Það stóð til að hækka greiðslurnar og við ákváðum síðan að taka þetta skref og jafna þær.“

Mikið hefur verið rætt um jafnlaunavottun í samfélaginu og er þetta skref KSÍ í takt við það.

,,Við erum með sterkan tekjugrunn innan KSÍ og við teljum okkur vel þess bær að taka þessa ákvörðun, þetta er hvatning fyrir kvennaboltann. Það eru sóknarfæri í kvennafótbolta, 30 prósent í fótbolta hér á landi eru konur en 70 prósent karlar. Þetta eru jákvæð skilaboð út í samfélagið.“

Lang stærstur hluti af tekjum KSÍ kemur inn í gegnum A-landslið karla.

,,Það er kannski ástæðan fyrir því að það hefur ekki verið samræmi í þessu, tekjur almennt í fótboltanum koma miklu meiri karlamegin. Hvort sem það er aðgangseyrir eða sjónvarpstekjur. Það hefur ekki mikið breyst en þó eitthvað og á leið í rétta átt, lang mest af okkar tekjum og tekjum annara sambanda eru að koma karlamegin. Það er staðreynd.“

,,Við getum haft jákvæð áhrif með þessu gagnvart okkar landsliðskonum, þær leggja hart að sér. Þær verða sumar við vinnutapi með því að vera í landsliðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Klopp setur mikla pressu á Wirtz

Klopp setur mikla pressu á Wirtz
433Sport
Í gær

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð