fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Kourtney Kardashian í miðborginni: Geysisbúðinni lokað þegar hún fór inn

Kourtney og Jonathan á Skólavörðustígnum en Kim og Kanye hvergi sjáanleg

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. apríl 2016 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit eru þau Kanye West, Kim Kardashian og Kourtney Kardashian stödd hér á landi. Blaðamaður rakst á Kourtney og vin þeirra, Jonathan Ceban, á Skólavörðustígnum rétt áðan en þá höfðu þau meðal annars kíkt upp í Hallgrímskirkjuturn, samkvæmt upplýsingum DV.

Mikil öryggisgæsla er í kringum þau Khourtney og Jonathan, en þess má geta að Kanye og Kim voru hvergi sjáanleg. Þau Kourtney og Jonathan komu við í versluninni Geysi á Skólavörðustíg og var gripið til þess ráðs að loka versluninni meðan þau voru inni. Fjölmargir biðu fyrir utan verslunina til að berja stjörnurnar augum.

Blaðamaður freistaði þess að ná tali af Khortney og Jonathan þegar þau gengu niður Skólavörðustiginn, en öryggisverðir þeirra ýttu öllum í burtu sem reyndu að komast nálægt þeim. „If you respect me I respect you,“ sagði einn af öryggisvörðnum við aðdáendur sem reyndu að komast nálægt þeim. Eftir að hafa heimsótt Geysi fóru þau í verslunina Minju og í verslun 66° Norður í Bankastræti. Öllum var gert að yfirgefa verslunina þegar Kourtney gekk inn. Samkvæmt upplýsingum DV af vettvangi keypti Kourtney sér ullarhúfu, fóðraða.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum þeirra Kim, Kanye, Kourtney og Jonathan á Snapchat, en Jonathan birti til dæmis myndir og myndbönd á Snapchat-reikningi sínum í gærkvöldi þar sem þau borðuðu saman á Grillmarkaðnum. Þá heimsóttu þau Suðurland, þar á meðal Gullfoss og Geysi.

Mynd: DV

Mynd: DV

Mynd: DV

Mynd: DV

Mynd: DV

Mynd: Mynd DV

Hér sést öryggisvörður fyrir utan verslun 66° Norður í Bankastræti. Versluninni var lokað þegar stjörnurnar mættu.
Búðinni lokað Hér sést öryggisvörður fyrir utan verslun 66° Norður í Bankastræti. Versluninni var lokað þegar stjörnurnar mættu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna