fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fókus

Bubbi og Steinar Berg í hár saman: Sakar Bubba um að reyna sverta mannorð sitt

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 14. mars 2016 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinar Berg fyrrverandi útgefandi Bubba og Egó sakar Bubba um að gera tilraun til að sverta mannorð sitt. Harðar ásakanir hafa gengið á milli þeirra í dag. Pressan greinir frá. Steinar ákvað að tjá sig eftir að hafa horft á þáttinn Popp- og rokksaga Íslands. Þar segir Bubbi útgáfufyrirtæki Steinars hafa grætt óeðlilega mikið á plötum Egó og hljómsveitarmeðlimir séð lítið af þeim aurum.

Segir Steinar þetta vera alrangt. Plöturnar hafi selst í rúmum 5000 eintökum og hljómsveitin fengið sitt. Þá hafi hann staðið þétt við bakið á sveitinni en hún hafi hætt vegna ágreinings sem hafi verið Bubba að kenna. Bubbi svarar og segir:

„Samningar voru ömurlegir, þú varst í yfirburðastöðu og nýttir þér hana. Prósentur segja helling og listamaðurinn hafði enga yfirsýn yfir neitt. Við höfðum enga endurskoðendur, enga lögfræðinga, vissum ekki neitt, heldur tókum því sem sagt var. Að halda því fram að enginn hagnaður hafi verið af þessum plötum er í besta falli útúrsnúningur.“

Steinar svarar Bubba og segir:

„Þú ert greinilega alveg búinn að afbaka það sem raunverulega átti sér stað í fórnarlambsþránni sem heltekur þig.“

Þá segir Bubbi að prósenturnar hafi verið lágar og fyrirtækið nýtt sér reynsluleysi hljómsveitarmeðlina. Þeir hafi skrifað undir vegna þess að þá hafi langað að gera plötur.

Steinar Berg svarar:

„Bubbi. Þú kemst ekki upp með að fullyrða svona. Fyrirtæki mitt skilaði aldrei hagnaði af nýjum íslenskum útgáfum, ekki eitt einasta rekstrarár, heldur hélt sér á floti með innflutningi platna. Þú ert einfaldlega að reyna að sverta mig og mitt mannorð með órökstuddum dylgjum.

Hér má lesa frétt Pressunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 1 viku

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 1 viku

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 1 viku

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“