

Úrslit eru ljós í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Pétur Marteinsson lagði Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra í baráttunni um fyrsta sætið en Heiða Björg varð í öðru sæti.
Metþáttaka var í kjörinu en kjörsóknin var um 70 prósent en á kjörskrá voru 6955 manns en 4849 greiddu atkvæði en fréttir hafa borist af mörgum nýskráningum í flokkinn á síðustu dögum.
Kosið var um sex efstu sætin á listanum.
Pétur fékk 3063 atkvæði en Heiða varð í öðru sæti með 1668 atkvæði. Ljóst er því að sigur hans var nokkuð öruggur
Aðrir sem hlutu kosningu voru Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir sem varð í þriðja sæti. Hún eins og Pétur er ný á listanum. Skúli Helgason borgarfulltrúi varð í fjórða sæti og fulltrúar ungra jafnaðarmanna urðu í fimmta og sjötta sæti, þau Stein Olav Romslo og Bjarnveig Birta Bjarnadóttir. Ljóst er því að Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi sem gekk nýlega í raðir Samfylkingarinnar hlaut ekki náð fyrir augum hinna nýju flokksfélaga sinna.
Pétur sem mun nú leiða flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum lagði í ræðu sinni áherslu á samstöðu frambjóðendanna en hvort Heiða mun sætta sig við annað sætið á eftir að koma í ljós en hún hafð skrifað i í skilaboðum sem gerð voru opinber að Pétur færi fyrst og fremst fram á grundvelli frægðar sinnar.
Fréttin hefur verið uppfærð