fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Svaf hjá kærastanum og fyrrverandi á sama sólarhringnum – Nú er hún í vandræðum

Fókus
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 06:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér leið hræðilega eftir að hafa sofið hjá kærastanum mínum og fyrrverandi kærasta á sama deginum. En sjálfshatrið varð mun meira eftir að ég komst að því að ég væri ólétt.“

Svona hefst bréf 26 ára konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

Konan hefur verið með kærastanum sínum, 29 ára, í tvö ár. „Hann hefur alltaf verið yndislegur, heiðarlegur og áreiðanlegur. En ég kunni ekki að meta þessa kosti. Ég gat ekki hætt að hugsa um fyrrverandi, 25 ára. Hann er sjamerandi, spennandi og óútreiknanlegur,“ segir konan.

„Ég og kærastinn minn vorum að fara að flytja inn saman þegar fyrrverandi hafði samband og bauð mér með á tónleika. Við skemmtum okkur konunglega og fórum saman heim til hans, ég sagði við sjálfa mig að þetta væri bara smá stundargaman.

Næsta kvöld borðaði ég með kærastanum mínum og við stunduðum líka kynlíf. Ég var með samviskubit en reyndi að hætta að hugsa um fyrrverandi, sem var alveg ómögulegt eftir að ég komst að því að ég var ólétt.

Ég vildi gera rétt, ég sagði kærastanum mínum að ég væri ólétt og fyrrverandi að við gætum ekki hist aftur því ég væri ólétt, og faðirinn væri kærastinn minn.

Hann trúði því samt ekki og eftir að sonur minn fæddist laug ég að honum og sagðist hafa látið framkvæma erfðapróf, sem staðfesti að kærasti minn væri pabbinn.

Sonur minn er sex mánaða og mjög líkur kærastanum mínum, en sannleikurinn er sá að ég veit ekki hver er pabbinn. Skömminn fylgir mér á hverjum degi.“

Ráðgjafinn svarar:

„Hættu að leyfa gömlum mistökum að skyggja á yndislega líf þitt. Fyrrverandi er ekki lengur í myndinni og kærastinn þinn er að sinna föðurhlutverkinu með sóma.

Sonur þinn líkist honum og hann er faðir hans, á þann hátt sem skiptir máli.

Lærðu af gömlum mistökum og einbeittu þér að lífi ykkar saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nanna vill að árið 2026 verði árið þar sem við jörðum þessa umræðu

Nanna vill að árið 2026 verði árið þar sem við jörðum þessa umræðu
Fókus
Í gær

Ragnhildur með skilaboð til þeirra sem ganga löðursveitt út úr ræktinni – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur með skilaboð til þeirra sem ganga löðursveitt út úr ræktinni – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“