

Hjónin Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir, handritshöfundur og uppistandari, og Hjalti Jón Guðmundsson hafa nefnt dóttur sína, sem fæddist í október. Fékk hún nafnið Sigríður Björg Eyfjörð Hjaltadóttir. Hjónin eiga fyrir Guðmund Eyfjörð sem er fæddur árið 2021.
View this post on Instagram
Karen er vinsæll handritshöfundur og hefur meðal annars skrifað þáttaraðirnar Venjulegt fólk og Kennarastofan, og Áramótaskaupið árið 2023, ásamt öðrum. Nýlega lauk hún við handrit að þáttaröð eftir bók Evu Bjargar Ægisdóttur, Marrið í stiganum.