fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. desember 2025 10:30

Auddi Blö er bara rétt að byrja, segir spákonan Ellý Ármanns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal, eða Auddi Blö eins og hann er kallaður, er rétt að byrja að sögn spákonunnar Ellýjar Ármanns. Ellý er gestur í áramótaþætti Fókuss, viðtalsþætti DV, þar sem hún spáir fyrir þekktum einstaklingum, íslensku samfélagi og öðru sem hefur verið í deiglunni síðastliðið ár.

Það kom margt áhugavert fram í þættinum, sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hér að neðan má horfa á klippu úr þættinum þar sem Ellý spáir fyrir Audda.

video
play-sharp-fill

„Það er regnbogi yfir honum og hann er með einhverja heillastjörnu yfir sér,“ segir Ellý um Audda.

„Hann er svo frjór og hann kemur með, held ég, þúsund hugmyndir á dag. Hann er að vinna með rétta fólkinu og það er bara dásamlegt að sjá þetta. Það er líka regnbogi yfir fjölskyldunni hans, og hann ræktar fjölskylduna þó það sé brjálað að gera hjá honum. Hann er fjárhagslega vel stæður. Það er bara allt gott í kringum hann.“

Auddi á eftir að gera fleiri frábæra hluti að sögn Ellýjar. „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja,“ segir hún en bætir við að hann þurfi að passa að hafa jafnvægi.

Horfðu á Ellý spá fyrir Audda í spilaranum hér að ofan. Smelltu hér til að horfa á áramótaþáttinn í heild sinni, þú getur einnig hlustað á eða Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

Fylgdu Ellý á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum

Fyrstu myndirnar af Netflix-stórmynd Baltasar Kormáks – Stórstjörnur í aðalhlutverkum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Besti tími ársins“

Vikan á Instagram – „Besti tími ársins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sænsk hefð vekur athygli og er talin vera góð leið til að fyrirbyggja kulnun

Sænsk hefð vekur athygli og er talin vera góð leið til að fyrirbyggja kulnun
Hide picture