
Það kom margt áhugavert fram í þættinum, sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hér að neðan má horfa á klippu úr þættinum þar sem Ellý spáir fyrir Audda.
„Það er regnbogi yfir honum og hann er með einhverja heillastjörnu yfir sér,“ segir Ellý um Audda.
„Hann er svo frjór og hann kemur með, held ég, þúsund hugmyndir á dag. Hann er að vinna með rétta fólkinu og það er bara dásamlegt að sjá þetta. Það er líka regnbogi yfir fjölskyldunni hans, og hann ræktar fjölskylduna þó það sé brjálað að gera hjá honum. Hann er fjárhagslega vel stæður. Það er bara allt gott í kringum hann.“
Auddi á eftir að gera fleiri frábæra hluti að sögn Ellýjar. „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja,“ segir hún en bætir við að hann þurfi að passa að hafa jafnvægi.
Horfðu á Ellý spá fyrir Audda í spilaranum hér að ofan. Smelltu hér til að horfa á áramótaþáttinn í heild sinni, þú getur einnig hlustað á eða Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.