

Manstu eftir flashmob píanóleikarans Julien Cohen í byrjun september, þar sem hann ásamt 30 listamönnum tók lag Queen Bohemian Rhapsody.
Sjá einnig: Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið
Fyrir jólin ákvað Cohen að setja upp enn stærri sýningu. Mannfjöldi safnaðist saman á aðventunni til að tendra jólaskreytingar Comité du Faubourg Saint-Honoré. Fólk bjóst við athöfn og skemmtun en ekki þessu.
Tónlistin byrjar með englalegum barnaröddum frá efri gluggunum, smám saman bætast við fiðlur, horn, gítar, söngvarar í mannfjöldanum og Cohen á píanóinu sem spilar „Carol of the Bells“.
Fimm ára gamla fyrirsætan Elsa hefur þann heiður að kveikja á ljósunum. Meðal um hundrað tónlistarmanna voru Violin Phonix, Guitar Olly og lúðrasveit frá frönsku Garde Républicaine.