fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tanja Tómasdóttir, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, var á dögunum gestur í hlaðvarpinu Bókakjallarinn sem Þórhallur Gunnarsson fyrrum fréttamaður heldur úti.

Tanja hefur starfað sem framkvæmdarstjóri Breiðabliks síðustu ár en áður var hún lögfræðingur hjá tryggingarfélagi. Í viðtalinu fer hún um víðan völl.

Eitt af því sem Tanja ræðir er draumur hennar að starfa sem framkvæmdarstjóri Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Ástæðan er aðdáun hennar á David Beckham, eiganda félagsins.

„Já það kom upp fyrir nokkrum árum þegar hann sagði frá þeirri hugmynd sinni að stofna félagið. Upphaflegi draumurinn var að vera lögfræðingur hjá Manchester United,“ segir Tanja en í viðtalinu kemur fram að Beckham hafi frá unga aldri verið átrúnaðargoð hennar.

„Þegar Beckham fór að stofna sitt eigið félagið þá fannst mér það tilvalið tækifæri til að kynnast honum. Það hefur blundað í mér þessi draumur að starfa fyrir knattspyrnufélög,“ segir Tanja, hún segist þó ekkert hafa gert í því að reyna að koma sér á framfæri við eigandinn.

„Hvort ég fari til Miami er spurning, ég hef ekki látið vita af mér.“

Hún segist þó vilja starfa áfram fyrir Breiðablik næstu árin og segir. „Það eru verk óunninn þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift