fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Ný og umdeild regla Trump gæti gert ferðamönnum sem ætla til Bandaríkjanna erfitt fyrir

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. desember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst þrengja ferðareglur verulega fyrir HM 2026 og krefja alla erlenda ferðamenn um að afhenda fimm ára samfélagsmiðlasögu sína áður en þeir fá að koma inn í landið, að því er Daily Mail greinir frá.

Bandaríkin, Mexíkó og Kanada halda mótið, sem verður það stærsta til þessa með 48 landsliðum og allt að 6,5 milljónum áhorfenda.

Trump hefur áður boðað það sem hann kallar heilbrigðar takmarkanir til að vernda Bandaríkjamenn. Í kjölfarið voru sett ferðabönn á borgara frá 19 ríkjum, þar á meðal Haítí og Íran, sem bæði hafa tryggt sér sæti á HM.

Samkvæmt nýju frumvarpi vill Trump að allir ferðamenn, jafnvel þeir sem koma frá ríkjum með vegabréfsáritunarundanþágu, á borð við Bretland og Þýskaland, verði skyldaðir til að afhenda samfélagsmiðlaupplýsingar fyrir komu.

Utanríkisráðuneytið hefur þegar mælt fyrir um að ferðamenn geri aðganga sína opinbera og í sumar var norskur ferðamaður sagður hafa verið sendur frá landamærum vegna gríndmyndar á símanum sínum.

Trump-stjórnin hefur einnig beint því til innflytjendaeftirlits að leita í samfélagsmiðlum umsækjenda um vegabréfsáritun eftir mögulegum færslum þar sem hallar á Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vilja fá framherja Manchester United í janúar

Vilja fá framherja Manchester United í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin