fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. desember 2025 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham hefur tekið afgerandi afstöðu með Xabi Alonso eftir 2-1 tap Real Madrid gegn Manchester City í Meistaradeildinni í gær.

Talið er að heitt hafi verið undir Alonso fyrir leik eftir dapra frammistöðu undanfarið og tapið því ekki til að hjálpa. Þá hefur verið fjallað um ósætti einhverra leikmanna við stjórann.

„Við erum enn að vinna í þessu innan klefans, óháð því hvað gerist fyrir utan hann. Ég hef fulla trú. Þetta tímabil er ekki búið þó við séum í slæmu formi,“ sagði Bellingham hins vegar eftir leik.

Aðspurður hvort hann vilji að Alonso haldi áfram sagði Bellingham svo vera. „Hundrað prósent. Stjórinn hefur verið frábær. Ég á frábært samband við hann og það gera margir í hópnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð