fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Klopp segir þetta vandamálið við að þjálfa Salah

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. desember 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, ræddi helstu áskoranirnar sem fylgdu því að vera stjóri Mohamed Salah í viðtali við BBC.

Salah hefur verið mikið í umræðunni undanfarið eftir að hann hjólaði í Liverpool og Arne Slot eftir bekkjarsetu í þremur leikjum. Var hann utan hóps í Meistaradeildinni í vikunni í kjölfarið.

Klopp fékk Salah til Liverpool árið 2017 og vann Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina með honum. Þrátt fyrir frábært samstarf við Salah viðurkenndi Klopp að það væri ekki alltaf auðvelt að stýra honum.

„Þú átt í smá vandræðum með Mo ef hann er ekki að spila eða ef þú tekur hann útaf,“ sagði Þjóðverjinn.

Slot útilokaði ekki endurkomu Salah í leikmannahópinn, en gaf í skyn að Egyptinn þyrfti fyrst að biðjast afsökunar. Óvíst er því hvort Salah spilar næsta deildarleik gegn Brighton á laugardag.

Salah fer síðan með Egyptalandi í Afríkukeppninni og verður frá fram að áramótum eða lengur, það fer eftir genginu þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl