fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Gómaður án ökuréttinda á 20 milljóna króna bíl sem var sagður í hættulegu ástandi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. desember 2025 08:30

Mudryk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vængmaður Chelsea, Mykhailo Mudryk, hefur hlotið enn eitt akstursbann eftir að hafa verið tekinn við stýrið á 140 þúsund punda BMW-bílnum sínum, þrátt fyrir að vera þegar sviptur ökuréttindum, samkvæmt frásögn dómstóla.

Mudryk, 24 ára, var stöðvaður af lögreglu í Vestur-London 2. október þegar hann ók BMW M8 með of dökkum og hættulega litun í framrúðum. Þetta gerðist aðeins vikum eftir að hann hlaut sex mánaða akstursbann fyrir hraðakstur.

Leikmaðurinn sagðist hafa neyðst til að aka sjálfur þar sem bílstjóri hans hafi ekki getað skutlað honum á æfingu.

Við athugun kom í ljós að Mudryk var ekki með gilt ökuskírteini né tryggingu og að rúðurnar hleyptu einungis um 10% ljóss í gegn, sem er langt frá löglegum viðmiðum. Bíllinn var einnig á úkraínskum númeraplötum.

Málið bætist ofan á erfitt tímabil fyrir Mudryk, sem er nú í leikbanni eftir jákvæða lyfjaprófun.

Getty Images

Mudryk, sem býr í lúxusíbúð í Fulham, mætti fyrir dóm í Uxbridge í svörtum jakkafötum og játaði brot sín, akstur án réttinda, akstur án tryggingar og akstur á ökutæki „í hættulegu ástandi“.

Lögmaður hans sagði að leikmaðurinn hefði átt erfitt ár og ekki verið að hugsa skýrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl