
Uli Höness, heiðursforseti Bayern Munchen, hraunar yfir Arne Slot og Liverpool fyrir meðferðina á Florian Wirtz.
Wirtz kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen í sumar á yfir 100 milljónir punda, en hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann var einnig orðaður við Bayern áður en hann ákvað að halda utan landsteinanna og fara til Englands.
„Slot lofaði Wirtz einhverju sem hann hefur klárlega ekki staðið við, að byggja liðið í kringum hann sem tíu. Hann er í treyju númer 7 og það er ekki verið að byggja liðið í kringum hann,“ segir Höness.
„Ég vorkenni Florian Wirtz alveg svakalega. Það fór allt í gegnum hann hjá Leverkusen en hjá Liverpool á hann fimm sendingar í hálfleik og ef hann tapar boltanum tvisvar fær hann lélega einkunn.“