fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fókus
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vinkonur mínar voru svo öfundsjúkar þegar ég fékk frábært starf sem barnfóstra á heimili auðugrar fjölskyldu í London. En ég er hrædd um að ég sé búin að eyðileggja allt með því að stofna til ástarsambands með móðurinni.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.

Starfinu fylgdi bíll og íbúð á efstu hæð hússins. „Mér hefur alltaf þótt hún aðdáunarverð. Hún er hásettur lögfræðingur, rekur heimilið en lítur samt alltaf stórkostlega út. Hún er líka skemmtileg, á meðan eiginmaðurinn er alvarlegri týpa,“ útskýrir konan.

„Við sváfum saman eitt kvöldið þegar eiginmaður hennar var ekki heima og börnin sofandi. Ég hélt að þetta myndi ekki gerast aftur en næst þegar hann var ekki heima borðuðum við saman, drukkum mikið rauðvín og enduðum aftur í rúminu mínu og stunduðum ótrúlegt kynlíf.

Ég er lesbía og hún sagði að ég væri fyrsta konan sem hún hefur verið með, en ég er ekki viss um að það sé satt. Hún myndi aldrei viðurkenna að hún sé tvíkynhneigð, hvað þá fyrir eiginmanni sínum.“

Konan er 31 árs, húsmóðirin er 39 ára og eiginmaðurinn nokkrum árum eldri.

„Þetta var svo spennandi í byrjun en samviskubitið er yfirþyrmandi,“ segir hún.

„Ég hef ekki tölu á því hversu oft við höfum sofið saman. Eiginmaður hennar verðskuldar þetta ekki. Ég stakk nýlega upp á því að við myndum stoppa og að samband okkar yrði bara faglegt, en hún grátbað mig um slíta þessu ekki. Hún sagði eiginmanninn aldrei vilja stunda kynlíf með henni og hún grunar að hann sé að glíma við klámfíkn.

Vinkonur mínar hafa varað mig við því að þetta gæti kostað mig starfið og heimili mitt á sama tíma. Hvernig á ég að koma mér undan þessu? Mér líður eins og algjörum kjána.“

Ráðgjafinn svarar:

„Vinkonur þínar hafa rétt fyrir sér, þú ert að taka þvílíka áhættu, sama með mömmuna.

Talaðu aftur við hana og undirstrikaðu hvaða afleiðingar það getur haft á líf ykkar beggja ef það kemst upp um ástarsamband ykkar, sem er mjög líklegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“