fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019

Fókus
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 13:58

Macauley Culkin, eða öllu heldur Macauley Macauley Culkin Culkin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Macauley Culkin, sem er best þekktur fyrir leik sinn í Home Alone, breytti nafninu sínu árið 2019 og heitir nú Macauley Macauley Culkin Culkin.

Leikarinn, sem varð 45 ára í sumar, tilkynnti í desember 2018 að hann langaði að breyta millinafni sínu, Carson, í eitthvað annað

Ákvað hann að halda könnun á heimasíðu sinni, BunnyEars.com, þar sem aðdáendur hans voru beðnir um að kjósa á milli nokkurra nafna. Er skemmst frá því að segja að millinafnið Macauley Culkin varð hlutskarpast og heitir leikarinn því núna Macauley Macauley Culkin Culkin.

People greinir frá því að Culkin hafi komið fram á viðburði í Long Beach um helgina í tilefni af 35 ára frumsýningarafmæli Home Alone þar sem hann tilkynnti þetta. Fór hann yfir þá ákvörðun sína að hætta að nota millinafnið Carson.

Í atkvæðagreiðslunni árið 2018 gátu kjósendur valið á milli fimm nafna: Shark Week, TheMcRibIsBack, Publicity Stunt, Kieran og Macauley Culkin. Síðastnefnda nafnið hlaut flest atkvæði og þar sem Culkin er maður orða sinna breytti hann nafninu sínu.

Leikarinn hefur ekki fyrr en nú tjáð sig um nafnbreytinguna, en í viðburðinum um helgina sló hann á létta strengi og sagði: „Ef einhver kemur upp að mér á flugvelli og spyr hvort að ég sé Macaulay Culkin þá get ég sagt: Tja, Macaulay Culkin er reyndar millinafnið mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Í gær

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun