fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Pressan
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Suður-Ástralíu fundu engin ummerki um hinn fjögurra ára gamla Gus Lamont sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum.

Eins og DV greindi frá á mánudag var ráðist í umfangsmikla leit í áður óþekktum námugöngum á svæðinu, en sú leit skilaði því miður engum árangri.

Sjá einnig: Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Gus hvarf af afskekktri jörð afa síns og ömmu um 40 kílómetrum suður af bænum Yunta í suðurhluta Ástralíu þann 27. september síðastliðinn. Er talið að hann hafi ráfað burt og ekki ratað heim.

Umfangsmikil leit stóð yfir vikum saman sem hundruð sjálfboðaliða tóku þátt í. Einu ummerkin sem fundust í leitinni var eitt fótspor um 500 metrum frá heimili fjölskyldunnar.

Námugöngin sem leitað var í eru utan þeirra svæða sem fínkembd hafa verið við leitina sem er nú þegar orðin ein sú umfangsmesta í sögu Ástralíu.

Ekkert var skráð í opinberum gögnum um tilvist þeirra og taldi lögregla mögulegt að Gus hefði dottið ofan í eitthvert þeirra.

Lögregla greindi frá því í gær að leitin í vikunni hefði ekki skilað neinum árangri. Talsmaður lögreglu sagði að ekki væri búið að ákveða næstu skref varðandi leitina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Í gær

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum