fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fókus

Ísland Got Talent: 14 ára stúlka komin í úrslitaþáttinn – „Ein besta rödd sem ég hef heyrt á Íslandi“

„Dásamlegt að Ísland skuli vera opið fyrir fólki allsstaðar að úr heiminum“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. mars 2016 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin fjórtán ára gamla Jóhanna Ruth komst örugglega í úrslitaþátt Ísland Got Talent í gærkvöldi með mögnuðum flutningi á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero.

Jóhanna var sátt við frammistöðu sína í gærkvöldi.
Ánægð Jóhanna var sátt við frammistöðu sína í gærkvöldi.

Mynd: Skjáskot Stöð 2

Jóhanna flutti frá Filippseyjum til Íslands fyrir fimm árum ásamt fjölskyldu sinni. Hún þykir líkleg til afreka í keppninni í ár og hlaut hún einróma lof dómnefndar. Svo fór að Jóhanna bar sigur úr bítum í símakosningunni. Frábæran flutning Jóhönnu má sjá í spilaranum hér að neðan.

„Þú ert með rödd sem er stærri heldur en lífið. Þú ert ein besta rödd sem ég hef heyrt á Íslandi,“ sagði Ágústa Eva Erlendsdóttir sem á sæti í dómnefndinni. Dr. Gunni sagði magnað að Jóhanna væri aðeins fjórtán ára og með þessa rödd. Sagðist hann hlakka til að heyra í henni eftir nokkur ár.

Dómnefndin var ánægð með frammistöðu Jóhannu. Ágústa Eva sagði að hún væri með eina bestu rödd sem hún hefði heyrt á Íslandi. Ágæt meðmæli það.
Mikið lof Dómnefndin var ánægð með frammistöðu Jóhannu. Ágústa Eva sagði að hún væri með eina bestu rödd sem hún hefði heyrt á Íslandi. Ágæt meðmæli það.

Mynd: Skjáskot Stöð 2

Jakob Frímann Magnússon, sem er einnig einn dómara, hafði þetta að segja: „Maður þekkir röddina þína eins og skot og hún er mjög þroskuð og flott. Ég segi bara það er dásamlegt að Ísland skuli vera opið fyrir fólki allsstaðar að úr heiminum […] Þú átt framtíðina fyrir þér. Ég hvet fólk til að kjósa þig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?

Athæfi leikarahjóna á almannafæri vekur athygli – Krúttlegt eða ógeðslegt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 6 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 6 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi