fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 16:28

Ingvar Sigurðsson í hlutverki sínu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýverið lauk tíundu alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Zeichen der Nacht í Berlin og þar hlaut O (Hringur) sérstök dómnefndarverðlaun.

„Á aðeins 20 mínútum tekst Rúnari Rúnarssyni, leikstjóra myndarinnar O (Hringur), að draga upp áleitna, strangheiðarlega og sársaukafulla mynd af manni sem hefur verið yfirbugaður af áfengisfíkn. Myndræna ákvörðunin að nota svart-hvíta filmu eykur innri óróleika aðalpersónunnar upp í óbærilegt stig; sem áhorfendur finnum við örvæntingu hans þar til síðasta flaskan er tóm. Áfengissýki sýnd án fegrunar og með dásamlega nánu handbragði, kvikmynd sem er ekki aðeins listilega sannfærandi, heldur gæti einnig nýst í forvarnarskyni,“ segir í yfirlýsingu dómnefndar.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og eru þetta tuttugustu verðlaun myndarinnar sem er einnig í forvali til Óskarsverðlaunanna 2026.

O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Ingvar E. Sigurðsson er í aðalhlutverki, Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri og Heather Millard framleiðandi. Myndin er í sýningum í Kringlubíói.

„Þetta mikla ævintýri heldur áfram og erum við ótrúlega þakklát og stolt af  þeim sem gerðu þessa mynd. Stærstu fréttirnar sem við bíðum eftir þessa daganna eru frá Bandaríkjunum en nefndarstörf Óskarskvikmyndaakademíunnar eru í fullum gangi þessa daganna en myndin okkar er í forvali vegna næstu Óskarsverðlauna. Annars erum við að undirbúa nýja mynd og stefnan er á tökur í byrjun næsta árs. En nánar um það síðar,“ segir Heather.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur